10 euro

Okkur fjölgar hratt og það á ekki síst við í þjónustustörfum. Það er sífellt algengara að starfsfólk kunni lítið í íslensku og stundum aðeins lítið í ensku. Ferðamönnum fjölgar líka ört og er ekki óalgengt að erlendir ferðamenn séu þjónustaðir af fólki af erlendum uppruna sem kann ekki mikið í íslensku. Þessu fylgja bæði kostir og ókostir, en ég er þeirrar skoðunar að þetta sé óhjákvæmileg þróun í landi þar sem velsæld og frelsi ríkir. Það er eins með fólkið og osmósuna að það leitar allt jafnvægis. Hér er lítið atvinnuleysi og stóraukin þörf á vinnuafli. Hér eru opin landamæri og spennandi land. Hér er gott að vera. Við skulum því vera meðvituð um það að þessi þróun er ekki vegna einstakra verkefna eins og álversins á Reyðarfirði, við erum orðinn segull í norðri og við ættum að vera stolt af því. Við höfum greinilega vanmetið þessa þróun, sem er að verða á sífellt fleiri sviðum. Við þurfum einfaldlega að horfast í augu við hana og taka á henni af skynsemi og festu. Við getum gert betur. Fjölmenningarsammfélagið er falleg hugmynd sem hefur átt erfitt með að sanna sig víða um lönd. Innflytjendastefna þar sem fólk aðlagast samfélaginu og gætt er virðingar fyrir uppruna fólks held ég að sé heppilegri. Gerum fólki auðveldara um vik að læra íslensku og kynnast íslenskri menningu. Fólk sem kemur til Íslands kemur af ólíkum ástæðum, en flest er það að koma vegna þess sem einkennir Ísland og vill í meira og minna mæli vera hluti af þeirri menningu. Taka þátt í þeirri þróun. Tungumálið á að sameina fólk í þessum efnum. Við eigum ekki að auka á aðskilnað fólks í þessum efnum frekar en öðrum. Gleymum því ekki að Íslendingar eru upphaflega innflytjendur sem kusu frelsi.

Í dag rakst ég á skilti sem vakti mig til umhugsunar um hversu langt við erum komin til útlanda. Á Laugaveginum er "restaurant" sem heitir Tivoli. Hann býður upp á hádegisverðartilboð og 10  kostar máltíðin. Tungumálið, gjaldmiðillinn og kúnnahópurinn voru erlend.

Kannski vísir að því sem koma skal?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta mun allt breytast það er víst.  Ég saknaði þess að hitta þig ekki í gær

Ásdís Sigurðardóttir, 5.4.2007 kl. 19:41

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Þróun sem er hafin og verður ekki snúið við, ekki frekar en sjávarföllunum. Það er rétt þá þér að skynsemi og festa er það sem þarf. Skotgrafaumræða og hræðslupólitík skapa aðeins vandamál sem verða illviðráðanleg, ef þau fá að skjóta rótum. Það er mikið rétt hjá þér, að það þarf að auðvelda fólki að kynnast menningunni og læra málið. En eins og við vitum verður alltaf hluti af fólkinu sem vill haldi sig utan við og aðeins umgangast landa sína. Það er verkefni út af fyrir sig að takast á við. Ég held að við þurfum að huga sérstaklega að þessu. Ætli það sé ekki þannig sem "ghettoin" byrja að verða til. Fólk heldur sig við sína, skapar sína fordóma innan hópsins og fordóma gagnvart sér. Kannski á hér við "aðlöðun, en ekki áróðri."

Auðun Gíslason, 5.4.2007 kl. 21:11

3 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Já, ég held að allt í Evrum á Íslandi sé eitthvað sem koma skal ;)

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 6.4.2007 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband