Alcan úr Straumsvík á Vatnsleysuströnd?

Þótt Hafnarfjarðarbær hafi ekki fengið samþykkt deiliskipulag vegna stækkunar í Straumsvík er Alcan nú þegar komið með mikilvæga samninga um orkukaup við Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur. Þessir samningar eru mikið veganesti þegar næstu skref verða skoðuð og svo stigin af hálfu Alcan. Eins og fram hefur komið keypti ríkið stóra lóð undir álver fyrir aldarfjórðungi á Keilisnesi aðeins tíu kílómetra frá Straumsvík. Var lóðin keypt undir forystu krataforingjans Jóns Sigurðssonar, en nafni hans úr Framsókn vermir nú stól iðnaðarráðherra. Miklar tekjur af álveri gætu þá fallið litla sveitarfélaginu Vatnsleysuströnd í hönd og hugsanlega myndi losna um Straumsvíkurverið fyrr en menn hugðu. Huga þarf þó að hafnarmálum.

Svo er ekki langt á milli Keilisness og Helguvíkur. . .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband