Vinstri græn báðu Alcan um peninga

Fréttablaðið greinir frá því að Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna hafi óskað eftir að Alcan í Straumsvík styrkti flokkinn um þrjú hundruð þúsund krónur fyrir komandi alþingiskosningar.  

Bjartsýnn maður Steingrímur. VG hafa verið að dreifa barmmerkjum úr amerísku áli sem sjálfsagt kostar sitt. Kannski þrjú hundruð þúsund.

Reyndar er það svo að Alcan styrkir enga stjórnmálaflokka.

Af hverju hefði Alcan átt að gera sérstaka undanþágu fyrir VG?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Kæri Eyþór, Vinstri græn sendu einfaldlega bref til 100 stærstu fyrirtækjanna og það getur vel verið að einhver þeirra hafi þá stefnu að styrkja ekki stjórnmálaflokka og það getur verið að einhver þeirra hafi þá stefnu að styrkja bara Sjálfstæðisflokkinn. En það er sjálfsagt að mismuna ekki fyrirtækjunum og senda því öllum bréf. Maður veit nú ekki um yfirlýsta stefnu allra fyrirtækjanna í þessum málum eða hvað Eyþór? Þekkir þú hana hjá öllum?) Svo er gott fyrir þig að lesa þessa frétt af mbl.is:

"Vinstrihreyfingin-grænt framboð vill koma á framfæri þeirri afstöðu sinni að bókhald stjórnmálaflokka eigi að vera öllum opið, í tilefni af fréttaumfjöllun um stuðning fyrirtækja við stjórnmálalflokka. Öll framlög yfir 500 þúsund krónum til flokksins hafi til þessa verið tilgreind sérstaklega í ársreikningum flokksins og greint frá gefanda.

Endurskoðaða ársreikninga flokksins megi nálgast á vef flokksins. Í tilkynningu frá VG segir að flestir stjórnmálaflokkar leiti til almennings og fyrirtækja um stuðning í kosningabaráttunni. ,,Við undangengnar kosningar hefur VG haft þann háttinn á að 100 stærstu fyrirtækjum landsins er sent bréf og kynntar reglur flokksins um samskipti við fyrirtæki. Þar kemur fram að hámarks leyfilegur stuðningur frá lögaðilum er 300 þúsund krónur og öll framlög upplýsingaskyld,“ segir í tilkynningu frá VG."

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 5.4.2007 kl. 21:02

2 Smámynd: Magnús Jónsson

Er það ekki réttlætis mál að senda þeim hjá Alcan bréf bara vona til að sín að ekki er um neina mismunun að ræða J

Magnús Jónsson, 5.4.2007 kl. 23:07

3 identicon

Nú er mér öllum lokið. Ég hélt að "Vinstri vitlaus" væru bara vitlaus. En þau virðast ekki hafa snefil af sómatilfinningu heldur.

Sníkja peninga hjá auðvaldinu sem þau þykjast vera aða berjast gegn. Og falla jafnvel á kné fyrir framan Alcan,  erkióvininn.

Svona eru kommarnir inn við beinið og hafa alltaf verið.

Alcan ætti að styrkja þennan flokk myndarlega, svo fólk geti almennilega áttað sig á hversu stutt er í tækifærismennskuna hjá þessu fólki.

Hugsjónir kommanna rista grunnt ef peningar eru í sjónmáli.

Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 23:32

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Það hefði nú verið svolítið broslegt ef Alcan hefði reitt fram 300.000 til VG og sagts gera þetta vegna þess að þeir sjái aumir á þeim.

Sigfús Sigurþórsson., 5.4.2007 kl. 23:40

5 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Ég styð Sigfús í þessari umræðu

Ragnar Bjarnason, 5.4.2007 kl. 23:47

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Sum fyrirtæki hafa þá stefnu að styrkja engan stjórnmálaflokk - eins og Alcan. Önnur fyrirtæki styrkja þá alla. Svo eru fyrirtæki sem styrkja bara þá flokka sem stjórnendurnir telja sig eiga samleið með. Ég fæ nú ekki séð að það sé eitthvað athugavert að stjórnmálaflokkur sendi styrkbeiðni til tiltekins fjölda fyrirtækja. Það gera þeir allir, sama hvort hagsmunir flokks og fyrirtækis fara saman á endanum. Sú skoðun sem lýst er hér að ofan að með styrkbeiðni til Alcan sé þessi umræddi flokkur að selja sig lýsir aðeins siðferði þess sem skrifar. Er þá Sjálfstæðisflokkurinn að selja sig með því að þiggja styrki frá Ístaki, eða Framsókn með því að þiggja styrki frá Finni Ingólfssyni?

Þorsteinn Siglaugsson, 5.4.2007 kl. 23:50

7 Smámynd: Ólafur Als

Nei, Þorsteinn, þetta lýsir aðeins siðferði þess sem fer fram á styrkinn. Aðrir flokkar byggja ekki TILVERU SÍNA á andúð á markaðshagkerfinu, stóriðju o.s.frv. Sambærilegt hefði verið að bera saman við ef sumir aðrir en Framsókn hefðu óskað eftir stuðningi hjá Sambandinu á sínum tíma. Málið er vandræðalegt enda broslegt í meira lagi. Til hamingju Vg. Meira af svona löguðu.

Ólafur Als, 6.4.2007 kl. 00:15

8 identicon

Þorsteinn,

Mér finnst skilningur þinn á siðferði einkennilegur. Þið "Vinstri vitlaus" eruð búin að andskotast út í Alcan og þeirra starfssemi árum saman og fallið svo að fótum þeirra með betlistaf í báðum höndum til að sníkja út peninga til að geta barið enn betur á þeim. Ef að þetta er siðferði sem þið teljið ykkur til sóma þá er það í lgai mín vegna, en ég ætla ekki að tileinka mér það.

Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband