Geir vinsælastur svo Steingrímur þá Ómar en...Ingibjörg er óvinsælust

Nokkuð merkileg niðurstaða í könnun Gallup um flokksleiðtogana. Alls voru 56% jákvæð í garð Geirs H. Haarde, formanns Sjálfstæðisflokksins. Nokkuð færri eða 51%, voru jákvæðust í garð Steingríms J. Sigfússon, formanns VG. Þriðji í vinsældum er svo Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, 43% eru jákvæð í hans garð, en það hljóta að teljast tíðindi að nýjasti formaðurinn skuli hreppa bronsið.

Þessir þrír hafa jákvæða stöðu þegar neikvæð viðhorf eru dregin frá jákvæðum.

Mun minna fá hinir þrír formennirnir, en 28% sögðust jákvæð í garð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttir, formanns Samfylkingarinnar. Fjórðungur í garð Jóns Sigurðssonar, formanns Framsóknarflokksins og 23% í garð Guðjóns Arnars Kristjánssonar, formanns Frjálslynda flokksins

Neikvæðastan hug ber fólk til Ingibjargar Sólrúnar, en 51% segjast neikvæðir í hennar garð. Nokkuð færri láta í ljósi vanþóknun sína gangvart Guðjóni eða 41%. Um 37% eru neikvæð gagnvart Jóni. Þriðjungur kjósenda er neikvæður í garð Ómars og Steingríms en fæstir eða 19% gagnvart Geir.

Það er því ljóst að Geir nýtur yfirburðarstöðu í þessari mælingu, en hástökkvarinn er Ómar Ragnarsson hvernig sem á tölurnar er litið.

Hvað segir Samfylkingarfólk um þessa stöðu?
Verður Össur auglýstur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég segi nú bara ekki annað að þetta eru frábærar niðurstöður, alveg í takt við það sem manni finnst vera í gangi.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.4.2007 kl. 18:48

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gleðjist yfir fyrsta sætinu hans Geir krakkar mínir.  Steingrímur fer að taka þetta, já hann er alveg að taka þetta

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.4.2007 kl. 20:02

3 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Hér er ekki mikla og málefnalega umræðu að finna.

Eggert Hjelm Herbertsson, 9.4.2007 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband