Össur alltaf gamansamur

Össur Skarphéðinsson bloggar á síðu sinni um skoðanakannanir undir yfirskriftinni: 

"Samfylkingin tekur flugið" 

Ekki veit ég hvernig flug átt er við, en þó gæti þetta verið lágflug.

Allar kannanir undanfarna mánuði hafa staðfest það sama: Fylgi Samfylkingar er rétt undir 20% og hefur verið undir fylgi VG um allnokkurt skeið.

Þá hefur þetta gerst:

(1) Ríkisstjórnin heldur velli samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Capacent-Gallup
(2) 28% kjósenda eru jákvæðir gagnvart formanni Samfylkingar, en 51% neikvæðir, eða -23% nettó sem er svipað og George W. Bush eins og sjá má hér.
(3) Geir H. Haarde nýtur yfirburðarstöðu langt út fyrir raðir kjósenda Sjálfstæðisflokks með 55% jákvæða gagnvart honum.
(4) Ómar Ragnarsson mælist vinsælli en formenn Samfylkingar, Frjálslyndra og Framsóknar.

Lokaorð Össurar í bloggfærslunni eru í senn ljóðræn og gamansöm:

"Landið er að rísa, og sólin tekin að hækka á lofti. Það gildir þó ekki um sól ríkisstjórnarinnar, sem er að breytast í kulnaðan vígahnött á leið langt út fyrir sólkerfi kjósenda."


mbl.is Geir nýtur mestra vinsælda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Kannski það sé steypiflug?  Beint niður

Guðmundur H. Bragason, 7.4.2007 kl. 22:27

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

held að blessaður maðurinn sé veruleikafyrrtur í 5 veldi

Ásdís Sigurðardóttir, 7.4.2007 kl. 22:39

3 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

ekki var nú flugið mikið hjá formanni Össurar í könnuninn sem var í fréttum í kvöld, ætli það endurspegli ekki fylgið sem þeir eru komnir niður í.

Halli

Hallgrímur Óli Helgason, 7.4.2007 kl. 22:53

4 Smámynd: Karl Tómasson

Já gamli félagi úr bransanum. Samfylkingunni er mikið í mun að vera stóri bróðir. Gummi þula og sveitungi minn tjáði sig um siginn fisk hjá vinkonu minni Herdísi Sigurjóns samflokkskonu  þinni á bloggsíðu hennar í dag en ekki signa Samfylkingu.

Kær kveðja frá Gildrukarlinum

Karl Tómasson, 8.4.2007 kl. 03:08

5 Smámynd: Ólafur Als

Ljóðræn fyndni af þessu tagi fær mann næstum því til þess að vokenna þeim. Hún nær því ekki einu sinni að vera grátbrosleg. Hefur Samfylkingin algerlega glatað tengslum við raunveruleikann, eða hvað? Allt, já allt, virðist verða þeim að falli þessa dagana.

Ólafur Als, 8.4.2007 kl. 05:34

6 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Þetta eru skemmtilegar pælingar þó þær hafi lítið með það að gera hvernig úrslitin verða í vor. Þetta eru í besta falli óskhyggja. Engu að síður þá hafa vinstir flokkarinir verið sjálfum sér verstir í gegnum tíðina og hrafa ekki náð þeim fastasessi í þjóðarsálinni sem flokkar þurfa að ná til að komast áfram. Að hluta til virðist það vera að  helstu þungaviktarmenn sem hafa getað fjármagnað og pælt út þessi mál hafa einfaldlega gengið í Sjálfstæðisflokkinn til að fá frið enda eru menn algerlega uppteknir af öðru en pólitík. 

Í Noregi til dæmis varð pólitíkin einskonar kvennavettvangur þar sem karlarnir fóru einfaldlega allir í business.  Meðan það er opið hér heima að þeir sem eru í pólitík geti vaðið ínn í viðskiptalífið og skarað eld að sinni köku þá verður þetta karla-business og barátta um verkefni og aðgengi að auðlindum osfv.

En meðan vinstri menn fatta ekki trikkið þá er nokkuð ljóst að þeir munu ekki meika það.

Sigurður Sigurðsson, 8.4.2007 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband