Sjálfstæðispönk hjá Björk - frábærir tónleikar

Björk er einhver hugrakkasti tónlistarmaður í heiminum í dag. Hún hélt frábæra útgáfutónleika í kvöld. Lögin af Post og Debut eru alltaf góð, en ákveðinn ferskur blær var á kvöldinu með blásarasveitinni góðu. Hápunktur kvöldsins var samt lokalagið sem Björk tileinkaði Færeyingum og Grænlendingum. Tæknipönk af bestu gerð, hrátt og laust við allt líkingamál.

Hér er úr textanum (eins og ég heyrði hann):

,,Declare independence / Don't let them do that to you"
,,Start your own currency / make your own stamp
Protect your language / raise your flag....raise your flag....raise your flag"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Vissi að við ættum eitthvað sameiginlegt

Tómas Þóroddsson, 10.4.2007 kl. 00:14

2 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Sammála Eyþór. Þetta voru flottir tónleikar og það var gaman að heyra útsetningarnar með brassveitinni. Anthony dúettinn var eftirminnilegur og skemmtilegt útlit á fríðum hópi tónlistarmanna.

Kristján Kristjánsson, 10.4.2007 kl. 01:39

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

björk er snilld !

ljós til þín héðan frá lejre

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 10.4.2007 kl. 08:13

4 Smámynd: Jakob Smári Magnússon

Já þetta voru frábærir tónleikar. Eyþór, við hefðum átt að fara uppá svið og taka lagið með henni..... "Ég hef aldrei séð .... "

Jakob Smári Magnússon, 10.4.2007 kl. 11:19

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ég öfunda ykkur sem fóruð að sjá Björk. Ég er samt enginn sérstakur áhugamaður um músíkina hennar en finnst hún flott í dag, það er að segja Björk.

Sigfús Sigurþórsson., 10.4.2007 kl. 12:30

6 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Strax farinn að dauðsjá eftir því að hafa ekki farið...sérstaklega þar sem hún er kominn í svoldin techno gír aftur, hef alltaf haft mest gaman af kraftmestu og trylltustu lögunum hennar.

Georg P Sveinbjörnsson, 11.4.2007 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband