Virk neytendavitund - virk samkeppni

Þarna eru Neytendasamtökin virk að miðla upplýsingum. Það getur verið að þessar hækkanir eigi sér eðlilegar skýringar, enda hefur kaffi hækkað á heimsmarkaði. Það breytir þó ekki því að virk neytendavitund er lykill að virkri samkeppni - og þá lægra verði.

Það er ekkert náttúrulögmál að vörur hækki. Tilhneigingin í verðbólguumhverfi er að fara í víxlverkunarumhverfi þar sem allt hækkar. Enginn græðir á því. Síst af öllu kaupmenn.


mbl.is Danól boðar allt að 15% verðhækkun á matvöru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég tek undir þetta. Þið sjálfstæðismenn hafið bara gefið versluninni og fjármagnsvaldinu allt of lausan tauminn til að geta hækkað sínar vörur og vexti í skjóli fáokunar.

Það er hinsvegar rétt að virk neytendavitund er lykillinn að samkeppni. Neytendur eiga að vera vakandi fyrir verðhækkunum.

Í ofanálag eigum við að sniðganga þá aðila sem hækka óhóflega, þar sem það er hægt, þ.e. ef það ríkir ekki fákeppni eða einokunaraðstaða eins eða fárra aðila.

Theódór Norðkvist, 12.4.2007 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband