11.4.2007 | 22:56
Slæm könnun - spyrjum að leikslokum
Könnun Stöðvar 2 í Suðurkjördæmi sýnir verri stöðu Sjálfstæðisflokks en Gallup. Þótt vikmörk séu talsverð, er rétt að taka þessa könnun alvarlega. Nú þegar mánuður er til kosninga má búast við því að buddan og heimilsreksturinn verði ofar á dagskránni. Vinstri grænir fá mjög góðan byr miðað við þessa könnun. Umræðan fyrir alþingiskosningarnar 2007 hefur hingað til snúist mest um umhverfismál. Það hefur haft áhrif á áherslur allra framboða, en nú kann að verða breytt um takt.
Ríkisstjórnin hefur gert margt vel og er skemmst að minnast lækkun matarskattsins sem kemur heimilunum vel. Þá liggur nú fyrir frá því í dag ákvörðun um útboð tvöfaldun Suðurlandsvegar. Því ber að fagna. En betur má alltaf gera og þá er spurningin: Hverjum treystum við best til þess? Vilja kjósendur fá sósíalista við stjórnvölinn? Vilja þeir ganga í ESB? Ég trúi því ekki að þessar tölur verði þær sem við sjáum að kvöldi dags 12. maí. Ég trúi því ekki að aðeins 30,4% kjósenda kjósi Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi. Þó hann verði aftur stærsti flokkurinn í kjördæminu á hann að vera 40%+ flokkur eins og í sveitarstjórn. Svarhlutfall er ekki hátt, en engu að síður er úrtakið stórt.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst á morgun. Þá hefst sókn Sjálfstæðisflokksins og verður spennandi að heyra ræðu formanns flokksins Geirs H. Haarde. Það verður fróðlegt að bera saman landsfundina tvo og merkja viðbrögð í kjölfar þeirra. Eitt er víst: Því fleiri sem umræðuþættirnir verða, þess skýrari verða kostirnir og gallarnir. Stjórnarandstaðan er sammála um fegurð náttúrunnar. Það erum við flest - sem betur fer. En þegar kemur að málum eins og efnahagsmálum og utanríkispólítík flækist málið og hver höndin er upp á móti annari. Þetta kom vel í ljós í Kastljósinu í gær og svo á Stöð 2 í kvöld, en báðir þættir voru sýndir beint frá Selfossi. Egill Helgason var að ota "nýju" stjórnarmynstri að stjórnarandstöðu og Framsókn: VBS og nefndi ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar sem dæmi. Sjálfsagt væri slík ríkisstjórn heppileg fyrir þáttastjórnendur, en vill þjóðin þetta? Það efast ég um.
En þessi könnun er góð aðvörun.
Stóraukið fylgi VG í Suðurkjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.4.2007 kl. 00:28 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 860690
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- andres
- ellidiv
- hux
- hlf
- stebbifr
- bjarnihardar
- nielsen
- bingi
- jonvalurjensson
- sjalli
- villagunn
- hvala
- julli
- eyverjar
- borgar
- davidwunderbass
- otti
- eyglohardar
- austurlandaegill
- ranur
- baldvinj
- hrafnathing
- heimssyn
- gummisteingrims
- sinfonian
- seth
- dofri
- ingo
- kjarvald
- lubbiklettaskald
- fridjon
- hrafnaspark
- hlynurh
- harhar33
- viggo
- jonl
- ingibjorgelsa
- ekg
- zumann
- ural
- grazyna
- stefanthor
- agustolafur
- tommi
- jonasantonsson
- sveinnhj
- kiddip
- skotta1980
- beiker
- svenni71
- kolgrimur
- kristinhrefna
- vefritid
- almal
- arnith2
- satzen
- hilmarb
- thorbjorghelga
- sarcasticbastard
- rs1600
- ragnarna
- arnih
- nonniblogg
- pallvil
- margretsverris
- joningi
- juliusvalsson
- agny
- siggith
- jorunnfrimannsdottir
- ottarfelix
- havagogn
- sveinnt
- gummibraga
- baldurkr
- ellyarmanns
- maple123
- phoenix
- 730
- haukurn
- ahi
- godsamskipti
- dullur
- sigfus
- bofs
- omarragnarsson
- gattin
- sigjons
- gudrunmagnea
- jakobsmagg
- prakkarinn
- doddinn
- deiglan
- ragnar73
- postdoc
- sij
- bergrun
- noosus
- vild
- predikarinn
- davidg
- landsveit
- sigurjonsigurdsson
- sailor
- framsoknarbladid
- morgunbladid
- andriheidar
- mullis
- organisti
- iceman
- frisk
- eyjapeyji
- laugatun
- doriborg
- kjartanvido
- smali
- fannarh
- kolbrunb
- lth
- hafstein
- thoragud
- skodunmin
- gthg
- latur
- don
- ingabesta
- hannesgi
- turilla
- bjorgvinr
- alit
- gun
- partners
- binnag
- tharfagreinir
- isdrottningin
- brelog
- erlaosk
- bondakall
- tolliagustar
- konur
- domubod
- olinathorv
- koala
- gudjonbergmann
- karisol
- killerjoe
- marinogn
- vitinn
- kosningar
- id
- theodorn
- grimurgisla
- tryggvih
- jonarni
- dolli-dropi
- viktorbk
- zsigger
- zeriaph
- siggiulfars
- ver-mordingjar
- sigurjonth
- kiddirokk
- villithor
- gudfinna
- killjoker
- jonmagnusson
- hallurmagg
- vestfirdir
- bonham
- orri
- skarfur
- heiddal
- eyvi
- antonia
- heidathord
- reynir
- trainn
- ljonas
- bergurben
- haukari
- golli
- hannesjonsson
- jonaa
- rattati
- gesturgudjonsson
- elinora
- snorribetel
- gudni-is
- islandsfengur
- jaj
- ktomm
- arh
- gudbjorng
- uthlid
- halldorjonsson
- bleikaeldingin
- astamoller
- hector
- geiragustsson
- altice
- vilhelmina
- presturinn
- odinnth
- palmig
- skinkuorgel
- komment
- bene
- alfheidur
- isleifur
- thorsteinnerlingsson
- birkire
- oddgeire
- hjolagarpur
- sigurdurkari
- birgir
- hrolfur
- gisliivars
- geislinn
- unnar96
- steinig
- doktorper
- handsprengja
- millarnir
- perlaheim
- audureva
- photo
- jonasegils
- okurland
- hallarut
- saethorhelgi
- blekpenni
- addni
- silfrid
- rustikus
- sirrycoach
- manzana
- steffy
- gammurinn
- johnnybravo
- hugsanir
- ellasprella
- siggikaiser
- eythora
- villialli
- markusth
- kaffi
- kuriguri
- dvergholar
- glamor
- goldengate
- sigurjonb
- kht
- skallinn
- limped
- hemmi
- gullilitli
- almaogfreyja
- einarlee
- olafurthorsteins
- ziggi
- audbergur
- johannp
- fjola
- stormsker
- steinnbach
- ingolfur
- sigvardur
- hvitiriddarinn
- malacai
- hvirfilbylur
- sign
- lostintime
- hlekkur
- minkurinn
- 3englar
- rosaadalsteinsdottir
- mogga
- credo
- armannkr
- fannarg
- jon-o-vilhjalmsson
- ketilas08
- runirokk
- tulinius
- gotusmidjan
- hugs
- helgi-sigmunds
- must
- kje
- nkosi
- neytendatalsmadur
- vestskafttenor
- maggi270
- jonsnae
- solthora
- steinibriem
- gorgeir
- himmalingur
- askja
- liberal
- braids
- snorristurluson
- va
- baldvinjonsson
- tilveran-i-esb
- esb
- brv
- vibba
- saltogpipar
- sjonsson
- ibvfan
- arniarna
- fhg
- fsfi
- suf
- olijoe
- eho
- wonderwoman
- gunnarpalsson
- ljosmyndarinn
- mal214
- brandarar
- tilfinningar
- maggibondi
- gerdurpalma112
- brobba
- tori
- mummiskula
- kreppan
- taoistinn
- rynir
- lucas
- 170341
- arijosepsson
- gonholl
- valgeir
- juliusbearsson
- haddi9001
- sjalfstaedi
- saedishaf
- robertvidar
- carlgranz
- thorolfursfinnsson
- heim
- mis
- thorsteinnhelgi
- jonsullenberger
- axelaxelsson
- hinrikfjeldsted
- tibsen
- kerubi
- hjaltisig
- gylfithor
- drum
- jamesblond
- pjeturstefans
- kjoneden
- hallurg
- eggmann
- erla
- fletcher
- egill
- sigurjon
- obv
- gudjon
- asabjorg
- nonninn
- salvor
- toj
- sonurhafsins
- gudruni
- sax
- eythoringi
- hlynur
- jobbisig
- olofnordal
- lydur
- heidistrand
- einarstrand
- aglow
- herdis
- vga
- egillg
- ordid
- maggaelin
- gmaria
- tomasha
- agbjarn
- jakobk
- gunnaraxel
- toddi
- jax
- gudmundurmagnusson
- sigmarg
- halkatla
- bet
- seinars
- tofraljos
- kari-hardarson
- johannalfred
- eurovision
- heringi
- bbking
- gumson
- arnorbld
- athb
- bardi
- benediktae
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- brahim
- braskarinn
- eggman
- ejk
- jari
- einarbb
- emilkr
- erlendurorn
- evropa
- frjalshyggjufelagid
- morgunn
- gauisig
- gunnargunn
- noldrarinn
- vinaminni
- gustafskulason
- ammatutte
- hhraundal
- minos
- haddih
- daliaa
- stjornun
- jonarnarson
- bassinn
- josefsmari
- kuldaboli
- kij
- krist
- holmberg
- kristjangudm
- larahanna
- loftslag
- ludvikludviksson
- magnusg
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- gmc
- svarthamar
- iceland
- rafng
- ragnargeir
- reni
- samstada-thjodar
- fullveldi
- lovelikeblood
- joklamus
- siggifannar
- siggigretar
- siggisig
- nr123minskodun
- sisi
- zunzilla
- luther
- lehamzdr
- summi
- svanurmd
- spurs
- saedis
- saemi7
- tomasellert
- tryggvigislason
- valdimarjohannesson
- villidenni
- thjodarheidur
- thorrialmennings
- tbs
- nautabaninn
Um bloggið
Eitt og annað
Bækur
Bókaskápurinn
Nokkrar góðar...
-
Josef Joffe: Uberpower (ISBN: 0-393-06135-3)
Josef Joffe ritstjóri Die Zeit hefur kennt við Harvard og skrifað mikið í Foreign Affairs. Hér skoðar hann möguleika bandaríska heimsveldisins út frá sögunni. Joffe metur möguleika BNA út frá mismunandi valdahlutföllum sögunnar og bendir á hvernig þau gjörbreyttust um jólin 1991 við fall Sovétríkjanna. Í dag standa BNA á krossgötum sem skipta okkur öll máli. Uberpower er með bestu bókum um þetta efni.
***** -
Philip Ball: Critical Mass (ISBN: 0-09-945786)
Frábær bók sem tengir saman eðlisfræði fyrri og seinni tíma við mannlega hegðun og tölfræði. Vel læsileg og frjó vísindabók.
*****
Tenglar
Nokkrar heimasíður Íslendinga
fáeinar heimasíður einstaklinga á Fróni
- Birgir Ármannsson
- Egill og silfrið Púlsinn á pólítíkinni
- Aldís í Hveragerði Bæjarstjóri til fyrirmyndar
- EKG Góður og skeleggur málsvari Vestfjarða
- Þorsteinn J Alltaf góður
- Illugi á netinu Eldklár og skemmtilegur penni. Mætti gjarnan setja frábærar greinar sínar á vefinn.
- Helgi punktur is Mætti blogga meira. Gaman að Helga.
- www.bjorn.is Skrifar af einlægni og slær ekki slöku við
- eyþór punktur is gamla góða heimasíðan mín
- Össur skarpi Hinn eiginlegi formaður Samylkingar
Heimsóknarinnar virði
Fróðlegar vefsíður. Sumu er ég sammála - öðru ekki.
- Tvöföldun Suðurlandsvegar! Hér var yfir 25 þúsund undirskriftum safnað til að berjast fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar.
- Tíkin pólítíkin í öllu sínu kvennaveldi
- Deiglan Ein öflugasta pólítíska vefsíðan á Íslandi
- Frjálshyggjufélagið ómissandi vinkill í umræðuna
- Ahmadinejad bloggar líka.. Forseti Írans tjáir sig á vefnum.
- XD í Árborg
- Suðurglugginn á netinu Glugginn - sunnlenskt vikurit á netinu
- Suðurland punktur net Fréttasíða af suðurlandi með Dagskránni á pdf formi
- Suðurland punktur is Lifandi fréttasíða af suðurlandi
- Heimssýn Góð síða um Evrópusambandið og fullveldi Íslands
- Drudge Vinsæl bloggsíða um stjórnmál og dægurmál
- Hagstærðir og fleira gott. Hlekkjasafn um hagstærðir
- CIA factbook Góð síða til að fá stutt yfirlit um helstu hagstærðir ríkja.
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Athugasemdir
Þú segir að nú megi búast við því að buddan og heimilsreksturinn verði ofar á dagskránni, en umhverfismálin.
Ertu að segja að þið Sjálfstæðismenn ætlið að halda áfram gegndarlausri áherslu ykkar á hagvöxt á kostnað umhverfisins, eins og þið hafið gert hingað til?
Theódór Norðkvist, 12.4.2007 kl. 09:50
Það voru svolítið áhugaverðar sveiflur á milli þessara kannana Gallpups og Félagsvísindastofnunar. Mest sveiflan hjá Sf. og VG þar sem Sf. fer mikið upp en VG mikið niður.
Ragnar Bjarnason, 12.4.2007 kl. 10:28
Er þetta bara eðlilegt , þið eruð menn slakan mann í fyrsta sæti ,sem þorði ekki að taka slaginn í sínu kjördæmi og hrökklaðist yfir í suðurkjördæmið . Svo er maðurinn i öðru sæti mjög svo umdeildur. Því fer fjarri að almenningur telji að hann hafi fengið eða tekið út nægilega refsingu. það er því furðulegt að hann skuli hafa náð svona hátt í prófkjörinu. Segir það eitthvað um flokkinn í kjördæminu?? Fylgið á eingöngu eftir að síga þegar nær dregur að kosningum og kastljósinu beint meira að Árna. Það er ekki hægt að fela hann endalaust.
Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 11:11
Flottur pistill Eyþór. Mér finnst nú þesar skoðanakannir voðalega lítið koma á óvart, styrkist bara það útlit sem hefur verið hefur undanfarnar vikur.
Sigfús Sigurþórsson., 12.4.2007 kl. 11:31
Græt ekki fylgi grænna af skiljanlegum ástæðum. Mér hefur þótt hin pólitíska umræða fram að þessu verið nokkuð einsleit. Ekki að umræður um umhversis- og innflytjendamál séu ekki nauðsynlegar. Frjálslyndi flokkurinn fær bara alltof mikla athygli út á innflytjendamálin. Ekkert var tam rætt um Írak á Kastljóssfundinum í fyrradag né önnur utanríkismál.
Reikna eins og þú með að þetta fari að breytast. Takk fyrir pistil.
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.4.2007 kl. 12:28
Ef Sunnlendingar ætla að passa budduna þá hljóta þeir að verða að kjósa eitthvað annað en Árna Johnsen og okurhagkerfi Sjáftæðisflokksins...
Jóhann H., 12.4.2007 kl. 12:56
Hagkerfi hagsældar og uppbyggingar í stað fjallagrasahagfræði, það er spurning morgundagsins. Skynsamleg nýting auðlinda, til lands og sjávar, með sjálfbærni og hag landsmanna að leiðarljósi er að veði. Kjósum allt, ALLT, annað en vöggustofusósíalisma Vg.
Ólafur Als, 12.4.2007 kl. 13:16
Guð almáttugur forði landsmönnum öllum frá því að hér starfi vinstri stjórn eftir kostningarnar,sú stjórnarómynd mundi setja allt á höfuðið á 1-2 árum og þá tækju þau til fótanna og kenndu einhverjum öðrum um.
Stefán Sig.Stef, 12.4.2007 kl. 15:21
Sósíalismi er að vísu skammaryrði í dag. Engir fordæma hann meira en þið sjálfstæðismenn svokallaðir. Sá sósíalismi sem við Íslendingar þekkjum best er sá sósíalismi sem þið hafið innleitt og gert að átrúnaði. Það er sá sósíalismi sem birtist í því að leysa atvinnumál með því að stjórnvöld ákveði hvaða vinna sé í boði og nú eru það álver. "Frelsi einstaklingsins til athafna" þessi trúarjátning ykkar er enn í gildi í flokknum þó ekkert íslenskt stjórmnálaafl hafi sýnt henni meiri fyrilitningu en þið. Þið tókuð atvinnuréttindin, sjálfsvirðinguna og jafnframt að nokkru verðmæti fasteigna fólksins í dreifðu sjávarbyggðunum eignarnámi og færðuð þetta vinum ykkar að gjöf. Frelsi einstaklingsins er í ykkar augum frelsi til að vera ánauðugur þræll spákaupmanna sem skipta með sér auðlindum þjóðarinnar eins og matadorpeningum. Fáið þið sjálfstæðismenn aldrei andstyggð á ykkur sjálfum. Þá andstyggð sem nú hreiðrar um sig í hugum kjósenda á Suðurlandi og breiðist vonandi hratt út?
En ég gæti alveg hugsað mér að búa ykkur trúboðum frjálshyggjunnar það frelsi sem það praktiska fyrirbæri hefur innleitt í dreifðar byggðir þessa lands.
Árni Gunnarsson, 12.4.2007 kl. 16:34
Góðir punktar hjá þér Árni.
Tómas Þóroddsson, 12.4.2007 kl. 19:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.