Landsfundur 2007

Það var talsverð eftirvænting í loftinu þegar beðið var þess að landsfundur yrði settur, enda einn stærsti stjórnmálaviðburður á Íslandi. Upphafsatriðið var stórglæsilegt tónaflóð með íslenska náttúru í baksýn. Geir og Þorgerður birtust skyndilega í hópi frambjóðenda á sviðinu og ávörpuðu landsfundargesti sterk og afslöppuð.

Ræða Geirs var sterk þar sem farið var yfir þær ótrúlegu framfarir sem átt hafa sér stað í íslensku þjóðfélagi síðustu ár. Ríkið er skuldlaust við útlönd, lífeyriskerfið er einstakt, skattar hafa lækkað, framlög til mennta- og heilbrigðismála hafa aukist, samgöngur eflst, hagvöxtur verið yfir 4% og kaupmáttur vaxið um 60%. Og gleymdi ég að nefna að atvinnuleysi er varla til. Þetta kallar stjórnarandstaðan hagstjórnarmistök.

Geir fór yfir það sem gera þarf næst og minnti á að velferð byggist á verðmætasköpun, en því virðast ýmsir frambjóðendur gleyma. Sigrar á efnahagssviðinu hafa tryggt þann grundvöll sem tryggir raunverulega velferð sem ekki er byggð á skuldasöfnun. Átak í samgöngumálum er framundan og áframhaldandi efling menntakerfisins. Málefni aldraða gleymdust ekki og nefndi Geir nokkur úrræði sem hann vildi beita sér fyrir. Þar finnst mér merkast að launatekjur aldraðra verði ekki til þess að greiðslur til þeirra skerðist. Það er mikið réttlætismál.

Landsfundur er hátíðisstund og fóru landsfundargestir glaðir í bragði af setningu fundarins. Veganesti okkar er góð málefnastaða í mikilvægum kosningum.

p.s.

Sá Illuga Gunnarsson og Guðmund Steingríms í sjónvarpinu áðan: Illugi 1, Guðmundur 0.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vildi að ég væri með, ábyggilega mikill og sterkur kosningaandi í gangi hjá ykkur. Góða skemmtun.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.4.2007 kl. 23:11

2 identicon

Samfylkingunni skortir frambærilega forystu. Of mikið af spjátrungslegum stútungspungum eins og Gumma þó fallegur drengur sé.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 23:25

3 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Ekki allir sammála

Tómas Þóroddsson, 13.4.2007 kl. 00:34

4 identicon

Illugi 1 Guðmundur 0 , er ekki í lagi? 

Þegar Illugi reyndi að telja áhorfendum trú um að R- listinn hefði staðið sig illa í málaflokkum sem RÍKISSTJÓRNIN ber ábyrgð á t.d gagnvart öldruðum. Tapaði hann öllum  trúverðugleika.

Guðmundur 1  Illugi  -2

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband