Hjörleifur vill Ómar burt - Jón Baldvin ekki með

 

Hjörleifur Guttormsson frambjóðandi VG í Reykjavík hvetur Ómar Ragnarsson til að draga framboð sitt til baka. Sennilega vill VG "eiga" græn mál og telja ólíklegt að Sjálfstæðisflokkurinn dragi sig í hlé. Ekki er ég viss um að VG uppskeri mikið með þessum málflutningi, enda þvert á fyrri yfirlýsingar þegar forysta VG fagnaði framboði Ómars og félaga. Katrín Jakobsdóttir sagðist "fagna komu annars framboðs sem leggur áherslu á umhverfismál."

- Nú kveður við annan tón.

Fréttir um að Jón Baldvin Hannibalsson fyrrum formaður Alþýðuflokksins verði í framboði á vegum Íslandshreyfingarinnar hafa verið áberandi að undanförnu. Voru reyndar á forsíðu Blaðsins fyrir skemmstu. Nú hefur Ómar Ragnarsson formaður Íslandshreyfingarinnar hins vegar staðfest að ekkert verði af því að Jón Baldvin verði með á lista. Vissulega hefði verið fróðlegt að sjá Jón Baldvin í þessari rimmu sem framundan er, en fyrrum félagi hans Jón Sigurðsson hefur verið áberandi í málefnastarfi Samfylkingarinnar (áður en málefnastarfið hefst á landsfundi).

Hvað segir Jón Baldvin?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Er þetta ekki bara dæmigerður kosningaskjálfti í fréttum og skrifum frá flestum flokkum? Hræðsluáróður.

Auðvitað er Íslandshreyfinging komin til að vera og vill vel vanda sem lengi á að standa. Fylgist með á næstunni, það er spennandi kosningabarátta í gangi þetta vorið.

Ragnhildur Jónsdóttir, 13.4.2007 kl. 11:07

2 Smámynd: Ólafur Als

Fyrstu góðu fréttirnar fyrir Íslandshreyfinguna að Jón Baldvin skuli ekki koma um borð, verð ég að segja.

Ólafur Als, 13.4.2007 kl. 11:19

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Segi eins og Ólafur, fyrstu góðu fréttirnar, ég bara nenni ekki Jóni B. lengur í stjórnmálum, hans tími er einfaldlega liðinn

Ásdís Sigurðardóttir, 13.4.2007 kl. 12:19

4 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Er með pistla á blogginu mínu um hvað ég og fleiri erum að hugsa um hin ýmsu þjóðmál. Ég er ekki ákveðin hvaða flokk ég kýs. Endilega kíktu við

Margrét St Hafsteinsdóttir, 13.4.2007 kl. 15:01

5 Smámynd: Jens Guð

  Hjörleifur hefur alltaf verið dálítið "á skjön".  Hann er af gamla skólanum og áttar sig ekki á hugsunarhætti unga fólksins.  Mér þótti afstaða Katrínar flott held eða vona að hennar túlkun spegli viðhorf hennar kynslóðar:  Að baráttumálin skipti meira máli en þröngir flokkshagsmunir.

  Ég er kominn á sextugsaldri.  Man þá tíma þegar fólk fæddist inn í stjórnmálaflokka  og fylgdi flokknum gagnrýnislaust eins og um trúarbrögð væri að ræða.  Sjálfur hef ég kosið flesta stjórnmálaflokka aðra en Framsókn.  Verið flokksbundinn í allt frá Sjálfstæðisflokknum til Kommúnistasamtaka marx-lenínista.  Er núna í Frjálslynda flokknum.  Fyrst og fremst vegna andstöðu minnar við kvótakerfið en alls ekki vegna áherslna í málefnum útlendinga.

  Mér virðist sem Íslandshreyfingin sé andvana fædd eins og framboð aldraðra.   

Jens Guð, 14.4.2007 kl. 01:17

6 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Hann er skrítin fugl hann Hjörlefur.  Ég hugsa að engin maður í Íslandssögunni hafi valdið þjóðinni jafn miklu tjóni og hann. það var skelfilegur timi þegar hann var iðnaðrráðherra og orðspor íslendinga og trúverðugleiki á alþjóðavettvangi tók áratug að jafna sig, Bullið var þvílíkt.  Eitt má þó segja um hann umfram marga aðra: hann er trúr bullinu í sér

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 14.4.2007 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband