Umboð þjóðarinnar

Eftir 27 daga kemur í ljós hvort þjóðin vill veita Sjálfstæðisflokknum og formanni hans umboð til að leiða næstu ríkisstjórn. Geir H. Haarde nýtur yfirburðatrausts sem forsætisráðherra. Reyndar er það svo að enginn formaður hinna framboðanna kemur með tærnar þar sem hann hefur hælana.

Á landsfundinum sem lauk fyrir stundu voru fjölmargar merkar ályktanir samþyktar. Það er og hefur verið einn helsti styrkleiki Sjálfstæðisflokksins hvernig málefnastarfi er háttað. Landsfundur er stefnumarkandi og mark er tekið á landsfundarályktunum. Þetta er lýðræði í reynd. Á landsfundi er forysta flokksins kjörin og geta allir landsfundarfulltrúar boðið sig fram. Það er lýðræðislegt. Með þessum hætti endurnýjar flokkurinn umboð sitt og viðheldur sterkum tengslum við grasrót flokksins.

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er fjölmennur og sækir styrk sinn til hinna mörgu félaga um land allt. Það er því ekki að undra að stefna og forysta Sjálfstæðisflokksins skuli ávalt höfða til breiðs hóps. Þessi tengsl smita út frá sér, ekki síst þegar landsfundur er haldinn með þeim jákvæða anda sem einkenndi landsfundinn í ár. Umboð forystunnar var endurnýjað og tvíeflt. Það er verðmætt veganesti, því samhentur Sjálfstæðisflokkur er kjölfestan í íslenskum stjórnmálum nú sem fyrr.


mbl.is Geir: Fer fram á endurnýjað umboð til að stýra næstu ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda bloggar

innlitskvitt, góða viku og bestu kveðjur.hvernig leggjast svo kostningarnar í þig

Adda bloggar, 15.4.2007 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband