Sigur fyrir Ísland

Stöðugleikaskatturinn er sá hvati sem þurfti til að ná niðurstöðu. Um of langa hríð hafa kröfuhafar horft upp á góða ávöxtun af því að fara hvergi. Háir vextir hafa aukið hættuna en nú er svo komið að búið er að höggva á hnútinn og gefa skýr tímamörk. Fyrir þetta á ríkisstjórnin mikið hrós skilið. 

Síðasta vetur skrifaði ég grein um þessi mál undir heitinu; "Útgönguleiðin".

Þar sagði m.a; 

"Ríkið þarf að vera tilbúið í langa störukeppni þar sem það fær tekjur af útgöngu en enn meiri af kyrrstöðu. Þannig myndast sterkur hvati til útgöngu."

Þarna er vísað til skattekna af kyrrstöðu; "Kyrrstöðuskatt" sem myndi fá kröfuhafa til að hreyfa sig. 
Nú hefur ríkisstjórnin ákveðið að verði ekki komin lausn fyrir áramót leggist 39% "Stöðugleikaskattur" á eignir búana. 

Þó ýmsir hafi haft hugmyndir um hvernig best væri að haga afnámi hafta er alltaf stór munur á að gera eða gera ekki. Ríkisstjórnin hafði kjark til að fara í þetta svo sómi er af. 

Ég er viss um að þessi útfærsla og ekki síst sú tilhögun að nýta það fjármagn sem til ríkisins rennur í niðurgreiðslu skulda mun gagnast íslenskri þjóð um áratugaskeið. 

Þetta er góður dagur. 

 

---

Hér er svo greinin um kyrrstöðuskattinn: 

Útgönguleiðin


mbl.is „Dagurinn markar mikil tímamót“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband