Kaupmáttarleiđin

Kjaramál eru í brennidepli ţessa dagana og hafa myndarlegar launahćkkanir til ákveđinna hópa orđiđ öđrum freistandi fordćmi um prósentuhćkkanir. Á sama tíma og krafist er mikillar hćkkunar lágmarkslauna telja ađrir hópar ađ launabiliđ sé of lítiđ og vilja hćkkun til sín á ţeim grundvelli. Ekkert samrćmi er ţví í kröfugerđinni og nćr útilokađ ađ ná sátt eins og stađan er. Ţessi keđjuverkun var vel ţekkt á árum áđur og leiddi undantekningalítiđ til verđbólgu og mikillar hćkkunar á húsnćđislánum heimilana.

 

Um hvađ snýst kjarabarátta?

Kjarabarátta snýst um bćtt kjör launafólks. Ekkert annađ. Kjarabarátta á ekki ađ snúast um stefnu ríkisstjórnar og Alţingis. Um ţađ snúast Alţingiskosningar. Innihaldslausar hćkkanir skila engu nema verđhćkkunum. Hćkkun í prósentum eđa krónum sem hverfa í verđbólgu fylgja ekki bćtt launakjör heldur lakara skuldakjör í landi ţar sem húsnćđislán eru verđtryggđ. Grundvöllur bćttra launakjara og meiri kaupmáttar verđur ađ vera til annars gagnast hćkkunin jafn vel og innistćđulaus tékki.  

 

Á réttri leiđ - en margt má bćta

Í ágćtri greiningu McKinsey á atvinnuvegum Íslands kemur fram ađ á mörgum sviđum erum viđ međ lakari framleiđni en nágrannalöndin. Ţar á međal í rekstri ríkisins. Engu ađ síđur er ţađ svo ađ útborguđ laun á Íslandi eru í dag almennt hćrri en t.d. í Danmörku og Finnlandi samkvćmt tölum frá Hagstofu ESB. Međ öđrum orđum; laun fá til sín stćrri skerf verđmćtasköpunar hér en í sumum nágrannalöndunum. Samkvćmt tölum íslensku Hagstofunnar hafa laun hćkkađ umfram verđlag og eru nú 41% hćrri en 2009. Á sama tíma hefur verđbólgan hćkkađ um 28% eins og sjá má á skýringarmyndinni hér á síđunni. Á síđustu tveimur árum hafa laun hćkkađ hratt umfram verđlag og hefur kaupmáttur vaxiđ hrađar undanfariđ en dćmi eru um í Evópu. Skuldir heimilanna hafa lćkkađ verulega og stefna Íslensk heimili í ađ vera međ ţeim minnst skuldsettustu af ţeim löndum sem viđ miđum okkur viđ. Viđ viljum öll gera betur og hafa ţađ betra en ţađ er ljóst af mćlaborđi hagkerfisins ađ viđ erum á réttri og jákvćđri leiđ til betri kjara. Einmitt ţá ţegar stöđugleiki hefur náđst á verđbólgusviđinu og kaupmáttur er ađ vaxa eđlilega er fariđ í verkföll og óraunhćfar kröfur. Af hverju er ţađ svo? Er ekki rétt ađ staldra viđ og reyna ađ byggja upp sameiginleg markmiđ um bćtt afköst ţjóđarbússins? Af nógu er ađ taka ţar. Međ bćttri framleiđni getum viđ aukiđ kaupmátt og minnkađ vinnutíma án ţess ađ verđbólgufjandinn verđi aftur laus. Í stađ launahćkkana vćri hćgt ađ lćkka skatta á launafólk og fyrirtćki ţegar ađilar vinnumarkađarins hafa náđ skynsamlegri niđurstöđu. Á Íslandi eigum viđ ađ geta borgađ betri laun međ ţví ađ bćta verđmćtasköpun í landinu. Ţađ er sjálfbćr leiđ. Og reyndar eina leiđin til bćttra lífskjara og betri kaupmáttar. 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband