Ætlaði Steingrímur J. í Framsókn en endaði með VG?

Benedikt Sigurðsson samfylkingarmaður með meiru birtir "ræðuna sem ekki var flutt" á vefsíðu sinni sem lesa má hér, en þar segir hann meðal annars:

"Prívat finnst mér heiðarlegt að játa að ég saknaði þess ekki að Steingrímur J Sigfússon stofnaði til sérframboðs  - eftir að Hjörleifur Guttormsson hafði talið hann ofan af því að ganga til liðs við Framsóknarflokkinn eins og Halldór Ásgrímsson og Kristinn H Gunnarsson höfðu reiknað með.   Ég sá ekki eftir því að Steingrímur Jóhann yrði í öðrum stjórnmálaflokki en ég – því hann hafði áður hjálpað mér til að  skilja að það væri best fyrir mig að yfirgefa Alþýðubandalagið sáluga – enda Steingrímur hvorki VINSTRI NÉ GRÆNN á þeim árum fremur en nú."

Það er margt fróðlegt í ræðu Benedikts sem rataði á bloggsíðu hans en ekki í pontu. Segja má að Benedikt tali umbúðalaust og vilji Samfylkinginni vel, enda er vinur sá til vamms segir. Hér segir hann skoðun sína á flokksbrotum Samfylkingarinnar:

"Á þessum landsfundi Samfylkingarinnar les ég klofin viðhorf – ég  sé að nokkrar klíkurnar lifa góðu lífi – ég sé að hér er ennþá fólk sem er í óða önn við að skilgreina sig til aðgreiningar frá öðrum – menn beita hugtökum til að aðgreina sig frá hver öðrum – tala um góða jafnaðarmenn – tala um Natósinna – tala um feminista og systur í kvennabaráttunni – tala um umhverfis-sinna – um öfgamenn – tala um stóriðjusinna.   Hér eru ennþá menn sem telja að það sé brýnt fyrir kosningarnar 2007 að berja í gegn ályktanir  - með eða  á móti NATÓ – hér eru embættismenn flokksins eða eyða púðri í slíka vitleysu" 

Það er fróðlegt að lesa þessa ræðu í samhengi við ítarlega grein Jóns Baldvins í lesbók Morgunblaðsins á Laugardag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Get  verið  sammála  Benidikt  að Steingrímur  J  sé  ekki "grænn¨ 

Gylfi Björgvinsson, 17.4.2007 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband