Landið er að rísa

Sjálfstæðisflokkurinn má vel við una ef hann nær yfir 40% í kosningunum. Árni M. Mathiesen skipar nú 1. sæti listans í Suðurkjördæmi og er efalaust styrkur af því að fjármálaráðherra skuli leiða listann. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sterkt bakland í nær öllum sveitarfélögum kjördæmisins og á því að geta náð 4-5 mönnum kjördæmakjörnum.

Samfylkingin hlýtur að leita skýringa á miklu fylgistapi í þessu lykilkjördæmi sínu. Margrét Frímannsdóttir var vinsæll forystumaður, en það er gríðarlegt högg fyrir framboðið að tapa helmingi þingmanna kjördæmisins.

Hverju er um að kenna Björgvin?

Ef niðurstaða kosninganna verður í takt við þessa könnun má flokkurin því vel við una. Markið hlýtur þó að vera sett á 5. manninn, en í 4. sæti er Björk Guðjónsdóttir Reykjanesbæ og í því 5. er Unnur Brá Konráðsdóttir Hvolsvelli. Báðar eru því í baráttusæti og verður fróðlegt að sjá hvernig kosningu listinn fær þann 12. maí.

Spái samt því að Framsókn nái Bjarna Harðar inn og VG fái einn. 


mbl.is VG og Sjálfstæðiflokkur auka fylgi sitt í Suðurkjördæmi á kostnað Framsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Já þeir eru ótrúlega sterkir Árni Matt og Árni Johnsen.

Tómas Þóroddsson, 17.4.2007 kl. 17:20

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Við erum greinilega á sömu nótum Eyþór, ég hef trú á Bjarna H. hef heyrt margt ungt fólk hér í bæ tala um að kjósa bara framsókn Bjarni sé frábær.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.4.2007 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband