Þjóðarsorg, fjöldamorð.

Það er erfitt að ímynda sér tilfinningarnar og ástandið í Virginíu þessa dagana. Fjöldamorð í skóla er út af fyrir sig óhugnanlegt, en að það sé framið af skólafélaga fórnarlambanna er enn erfiðara að skilja. Þetta er því miður ekki einsdæmi.

Gæti þetta gerst hér á Íslandi? Það efast ég stórlega um. Hvað veldur svona brjálsemi? Hafa fjölmiðlar áhrif? Því verður ekki svarað hér, en lög um byssueign skipta sjálfsagt miklu, enda ótrúlega auðvelt að nálgast skotvopn í Bandaríkjunum.

Sorgin er mikil hjá aðstandendum í þessu hörmungarmáli.
mbl.is Bush segir þjóðarsorg ríkja í Bandaríkjunum vegna atburðanna í Blacksburg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Rétt er það að tiltölulega auðvelt er fyrir mann að eignast skotvopn í BNA en veldur hver á heldur og byssur, eins og búrhnífar, drepa engan nema þeim sé til þess beitt. Ætli örsakanna sé ekki að leita í skapgerðarveilum einstakra manna og þess hugsanaháttar að rétt sé að drepa þá sem manni líkar ekki við, samanber fjöldadráp hinna 'réttlátu' á írösku fólki.
Hver sem ástæðan er þá er þetta hræðilegur atburður og ætti slíkt aldrei að gerast.

Ísleifur Gíslason, 18.4.2007 kl. 02:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband