Kína er þungamiðjan

Hagvöxtur í Kína hefur verið drifin áfram af talsverðri skuldsetningu frá 2008. Fyrst opinberar framkvæmdir, þá húsnæði og loks nú síðast hafa menn fjárfest í pappírum (hlutabréfum).

Verð á félögum hefur farið með himinskautum og var meðalvirði tæknifyrirtækja komið í 220X árshagnað í vor. Tilraunir stjórnvalda til að hægja á bólunni komu of seint og nú eru tilraunir stjórnvalda til að mýkja hrunið að ganga illa. Ein aðgerðin felst í því að stöðva viðskipti með hlutabréf og eru ótrúlegar fjárhæðir nú frosnar á markaðnum. 

Hrun á verðbólunni kann að smita út frá sér. Nú þegar hefur söluþrýstingur á aðrar eignir valdið lækkun á hrávörum og fasteignum. Ef þetta heldur áfram getur Kína farið í Japanska átt til verðhjöðnunar. Það myndi breyta miklu fyrir heiminn í heild. 

Á Grikklandi búa 11 milljónir en í Kína 1.357. - Íbúar Grikklands eru innan við prósent af Kínverjum. Auk þess er Grikkland með um 2% af þjóðarframleiðslu Kína.

Í stóra samhenginu skiptir fátt annað máli nema Kína. 
Gildir þá einu hvort um sé að ræða verð á olíu, málmum, orku, lúxusvarningi, eða lánsvöxtum á heimsvísu. 

Nú er helst að menn treysti á að kommúnistaflokkur Kína bjargi kapítalismanum í Kína enda á hann tilvist sína undir að vöxturinn stöðvist ekki. 
Meðölin þurfa þó að vera sterk sýnist mér.


mbl.is Þriðjungur landsframleiðslu horfinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það er allt í lagi að eiga viðskipti við þá en kínverski kommonistaflokkurinn má aldrei eignast nein landsvæðí eða fyrirtæki hér á landi:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1395173/

Jón Þórhallsson, 8.7.2015 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband