Óvissuferđir

Langdregiđ samningaferli evrulandanna viđ Grikki virđist engan enda taka ţrátt fyrir ítrekađar yfirlýsingar um ađ ţessu verđi ađ ljúka innan ákveđins frests. Ţjóđaratkvćđagreiđslan skilađi engri raunverulegri niđurstöđu ţrátt fyrir ađ yfir 60% segđu nei. Áfram er samiđ og áfram eru bankar lokađir. 

Svipađa sögu er ađ segja af öđru samningaferli ţó ţađ snúist um allt annađ. Vesturveldin hafa sett viđskiptahindranir á Íran og reynt ađ fá fram samninga um ađ Íran fari ekki ađ framleiđa kjarnorkuvopn. Enn er ekki ljóst hvort af samningi verđi né hvađ hann ţýđi í raun. Á međan hafa önnur ríki hugsađ sinn gang ţeirra á međal Saudi Arabía sem óttast ađ Íran muni á endanum fá kjarnorkuvopn; hver sem samningurinn verđi eđa verđi ekki. Líklegt er ađ ţeir séu ţegar farnir ađ viđa ađ sér ţekkingu frá Pakistan og ţađ setur svo aftur ţrýsting á Írani heima fyrir. 

Bćđi ţessi samningsferli eiga ţađ sammerkt ađ enginn botn virđist nást í málin. Ţađ eitt og sér veldur óvissu í báđar áttir. Óvissan ein og sér veldur skađa og mun án efa verđa dýrkeypt. Í öđru málinu varđandi framtíđ og ţróun Evrópu og í hinu málinu liggur hćtta á enn skćđari átökum súnnía og síta. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband