Sterk staða Sjálfstæðisflokks - áfall fyrir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi

Ef þetta yrðu niðurstöður kosninganna væri það stórsigur Sjálfstæðisflokksins á kostnað Samfylkingar. VG fá sjálfsagt ekki meira en einn þingmann, en það er samt góður árangur hjá þeim. Framsókn mun sjálfsagt sækja á, enda sögulega sterk á Suðurlandi. Sú aðferðarfræði að spyrja aukaspurninganna hefur oftast þau áhrif að vafafylgið fer aðra flokka en Sjálfstæðisflokkinn. Þetta er því mjög góð niðurstaða og virðist sem könnun Félagsvísindastofnunar sem gerð var fyrir Stöð 2 hafi verið misvísandi. Sterk staða Sjálfstæðisflokks í sveitarstjórn er að birtast í þessari könnun.

Þessi könnun er hins vegar áfall fyrir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi sem í dag á 1. þingmann kjördæmisins. Fylgishrun virðist blasa við þar sem Samfylkingin mælist með fylgi þriggja af fimm kjósenda frá því síðast.

Hvaða skýringar hafa Samfylkingarmenn um þetta?


mbl.is Sjálfstæðisflokkur bætir við sig tveimur þingmönnum í Suðurkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Er ekki samfylkingarmaður , en ein af skýringum á þessari niðurstöðu, er að í eyjum , eru margir x-d menn, og þar sem Árni Johnsen er aftur kominn í slaginn, þá má líta á það þannig.
En annarstaðar á landinu, sakir framboðs Árna , þá mun fækka í öðrum kjördæmum.
X-d gæti fengið góða útkomu í suðurkjördæmi, en tapa í öðrum vegna þess.

Halldór Sigurðsson, 22.4.2007 kl. 14:58

2 Smámynd: Karl V. Matthíasson

Auðvitað er sterk staða Sjálfstæðisflokksins áfall fyrir Samfylkinguna .....og marga aðra. 

Það er pínulítil "lygi" í þessari frétt sem var aðallega um að Samfylkingin væri að tapa tveimur kjördæmakjörnum þingmönnum. En það bíttar kannski ekki máli í hugum sumra.

 Tilgangurinn helgar meðalið!!!

 Kalli Matt

Karl V. Matthíasson, 22.4.2007 kl. 17:28

3 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Eru menn  voða sárir yfir þessum  niðurstöðum

Gylfi Björgvinsson, 22.4.2007 kl. 18:45

4 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Gylfi.Þetta eru kannski ekki niðurstöður, þetta er könnun sem að mörgu leiti er mjög illa gerð. En að einhverju leiti er hægt að lesa úr henni. 

Eyþór. Þú tekur óhræddur undir villandi fyrirsögn mbl. Þeir sem bera lýgina áfram eru engu betri en þeir sem ljúga.  Ef þetta yrði niðurstaðan eftir kosningar þá er ljóst að bæði framsókn og Samfó tapa einum kjördæmakjörnum manni og framsókn tapar meira fylgi en Samfó. Þess vegna er óskiljanlegt hvernig þú og mbl fáið út að mesta tapið hafi verið hjá Samfylkingunni. 

"Fylgishrun virðist blasa við þar sem Samfylkingin mælist með fylgi þriggja af fimm kjósenda frá því síðast." Þessa setningu þína skil eg ekki, alveg sama hvað ég les hana oft.  Ertu kannski bara að fara með rangt mál? Ef þessi skoðanakönnun yrðu úrslitin þann 12.05 myndu 4 af hverjum 5 sem kusu Samfó síðast kjósa þá núna.

Ég verð að fá að taka undir með Kalla "Tilgangurinn helgar meðalið"

En þér að segja þá er ég mjög bjartsýn fyrir þessar kosningar.

Tómas Þóroddsson, 22.4.2007 kl. 20:45

5 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Sterk staða Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi er að mínu mati áfall fyrir alla þjóðina.   

Þóra Guðmundsdóttir, 22.4.2007 kl. 21:00

6 Smámynd: Auðun Gíslason

"Kætumst meðan kostur er.

Kátra sveina flokkur."

Auðun Gíslason, 22.4.2007 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband