Tvær konur á þing úr Suðurkjördæmi samkvæmt Gallup - báðar á lista Sjálfstæðisflokksins

Það vekur óneitanlega athygli að einu konurnar sem eru inni samkvæmt skoðanakönnun Gallup eru á lista D-lista Sjálfstæðisflokksins. Það hefur loðað við fjölmiðlaumræðuna að ákveðnir flokkar geri betur við konur en aðrir. Eru það einkum vinstri flokkarnir sem halda því fram að þeir séu að berjast fyrir auknum réttindum kvenna. Samt er það svo að Sjálfstæðisflokkurinn hefur einna oftast brotið blað í jafnréttisbaráttunni og má þar nefna konur í ráðherrraembættum og fyrsta borgarstjórann úr hópi kvenna. Lenging fæðingarorlofs beggja kynja er áþreifanleg framför í jafnréttisátt sem skilar árangri.

Björk Guðjónsdóttir Reykjanesbæ og Unnur Brá Konráðsdóttir Hvolsvelli eru þingmenn Suðurkjördæmis miðað við könnun Gallup.
Þær eru báðar á lista Sjálfstæðisflokksins.

Atkvæði greidd D-lista í Suðurkjördæmi eru því líklegust til að auka hlut kvenna á Alþingi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já fín  á Suðurlandi, og gerist líka slíkt hið sama í Kraganum  ... og stefnum við að því að ná Ragnheiði Ríkharðsdóttu bæjarstjóra og oddvita okkar Sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ inn í sjötta sætið . Hjá okkur eins og á mörgum listum okkar Sjálfstæðismanna um allt land er mikil nýliðun og glæstir fulltrúar beggja kynja.

Herdís Sigurjónsdóttir, 22.4.2007 kl. 20:23

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

En þær eru í fjórða og fimmta sæti. Það er nú ekkert til að monta sig yfir.  Í fimm fyrstu sætunum hjá VG og hjá Framsókn eru þrjár konur, þannig að ef jafnmargir kysu VG eða Framsókn og Sjálfstæðisflokkinn væru enn fleiri konur á þingi. Og Samfylking hefur konur í fjórða og fimmta sæti, eins og Sjálfstæðisflokkur. Ef fólk vill konur á þing ætti það því miklu frekar að kjósa VG eða Framsókn.

Sjálfstæðisflokkurinn er því ekkert að gera betur við konur en aðrir flokkar. Þeir fá bara fleiri menn inn og þar af leiðandi fleiri konur. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 22.4.2007 kl. 20:46

3 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Verð að taka undir það með Kristínu að konur í 4. og 5. sæti er akkurat ekkert til að monta sig yfir. Ég get ekki heldur séð að atkvæði greidd D-listanum séu líklegust til að auka hlut kvenna á þingi - það finnst mér hæpin fullyrðing. En fyrst og síðast finnst mér allt tal um kynjahlutfall algerlega óþarft, mér er alveg sama hvort ég kýs konu eða karl svo framarlega sem viðkomandi er ekki vitleysingur .

Heimir Eyvindarson, 23.4.2007 kl. 00:39

4 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Ég vil nú bara benda á það að í mínu Kraga kjördæmi er kona í 1. sæti. En ég er algjörlega sammála þér Heimir að það skiptir mestu máli að til starfa veljist hæft fólk.

Herdís Sigurjónsdóttir, 23.4.2007 kl. 08:34

5 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Góður Heimir

Er annars algjörlega sammála ykkur. Eyþór það skiptir öllu máli að það veljist hæft fólk, þetta er ekki bara spurning um kyn. 

Tómas Þóroddsson, 23.4.2007 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband