Lífið eftir vinnu

Maðurinn var einu sinni án sjónvarps, Internets, ipoda og bóka. En hann var ekki laus við kynhvöt. Kannski lærum við talsvert um sjálf okkur með því að skoða hvernig forfeður okkar voru. Leikföngin eru orðin þróaðari en hvatirnar hafa ekki breyst. Sennilegast erum við enn steinaldarfólk að mörgu leyti, þó minni tími gefist til getnaðaræfinga en þá. Fjölskylduformið er sífellt að breytast og nú er kjarnafjölskyldan frekar á undanhaldi í vestrænu samfélagi. Einsetubúseta eykst, bæði meðal fólks á besta aldri sem og hjá öldruðum.

Það er fróðlegt að heyra af kynlífsleikföngum frá steinöld. Úr hverju voru þau? Kannski er steindaldareðlið enn ríkt í okkur öllum.

Eða er klámiðnaðurinn kannski leifar af steinaldarstigi?


mbl.is Steinaldarmenn lifðu fjörugu kynlífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurpáll Björnsson

Þetta sannar enn betur það að klám og klámiðnaður, eins og við kjósum að túlka það hefur fylgt mannskepnunni frá örófi alda og engar rauðgyrtar kerlingar geta breytt nokkru þar um.

Sigurpáll Björnsson, 30.4.2007 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband