Losnar um orku í Hitaveitu Suðurnesja og hjá ríkinu

Það er tímanna tákn að fyrirtæki með hinum þjóðlegu nöfnum Glitnir og Geysir skuli vera helsta fréttaefnið daginn fyrir 1. maí.

Breytt valdahlutföll í Glitni. - Fyrsta fjárfesting Geysis.

Hvoru tveggja eru fyrirtæki í eigu sama hóps undir stjórn Hannesar Smárasonar og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og nú er Þorsteinn M. Jónsson orðinn formaður stjórnar Glitnis og Bjarni Ármannsson hættur. Þetta sagði almannarómur fyrir helgi og nú er það komið fram.

Þó það séu talsverð tíðindi að skipt sé um kaftein hjá Glitni, er það ekki síður stór-frétt að 15,2% hlutur í Hitaveitu Suðurnesja skuli hafa farið á 7.6 milljarða króna. Miklu hærra en menn bjuggust við þó margir byggjust við rausnarlegu tilboði frá Geysismönnum.

Þetta er fyrsta einkavæðing í orkugeiranum. Hér losnar um orku á tveimur stöðum: Hitaveitan fær nýjan öflugan hluthafa og ríkið losar mikið fé sem nýtist í velferðarmál, samgöngumál og menntamál. Að ekki sé minnst á sveitarfélögin.  

Geir H. Haarde benti í sjónvarpsviðtali í kvöld á hvað öflugt efnahagslíf skiptir miklu máli til að við getum átt öflugt velferðarkerfi. Viðskiptalífið er grundvöllur velferðar.

Kannski erum við rétt að byrja?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband