1. maí á Íslandi

Baráttudagur verkafólks byrjar fallega, enda veður gott. Dagurinn hefur þróast í takt við breytt samfélag þar sem stéttabarátta víkur fyrir almennum framförum, litlu atvinnuleysi og auknum kaupmætti. Enn er hægt að bæta aðbúnað verkafólks og létta vinnuálag, en öll megin baráttumál verkalýðshreyfingarinnar eru í höfn. Það er því ástæða til að fagna þeim áföngum sem náðst hafa með friðsömum hætti.

Það er fróðlegt að bera saman árangur verkalýðssamtaka á Íslandi við stöðu verkafólks í fyrrum og núverandi kommúnistaríkjum:

Í fyrrum ráðstjórnarríkjunum er meiri stéttaskipting en annars staðar í Evrópu. Mengun er meiri, enda fer vinstri og grænt illa saman eins og dæmin sanna. Lífeyrir er af skornum skammti og almannatryggingar litlar.

Í núverandi kommúnistaríkjum svo sem Kína er nóg til af "ódýru vinnuafli" eins og það er orðað. Fólk sem starfar á lúsarlaunum við þröngan og erfiðan kost. Skýtur það nokkuð skökku við þá sýn sem "alræði öreiganna" átti að veita verkafólki.

Kannski er hagkerfi með íslensku sniði best?
Frelsið hefur bætt lífskjörin og hingað vill verkafólk koma.

Til hamingju með daginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Við þrfum nú ekki að fara lengra en uppá Kárahnjúka til að verða vitni að ömurlegum aðbúnaði verkamanna. Þetta er nútíma þrælahald fyrir framan nefið á okkur. Lilja Grétarsdóttir skrifar pistil um þetta í dag sem þú ættir að lesa Eyþór. Bestu baráttukveðjur,

Hlynur Hallsson, 1.5.2007 kl. 09:40

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Alræði er jafnvont hvort sem það kemur frá hægri eða vinstri.Stjórnmálamenn geta jafnvel hagað sér eins og einræðisherrar þótt þeir séu kosnir að vestrænni fyrirmynd.Í sjávarútvegsráðuneyti Íslands situr maður sem ráðherra sem ekki svarar bréfum og jafnvel bannar undirmönnum sínum að svara.Þessi ráðherra fékk á sig fjögur álit umboðsmanns Alþingis á síðastliðnu ári og fleiri eru á leiðinni.Hann hagar sér eins og einræðisherra.Er þessi maður hæfur til að vera ráðherra.Svar mitt er nei.Er þessi maður hæfur til að vera þingmaður.Svar mitt er aftur nei.Ég fór oft til Sovétríkjanna sálugu.Jafnvel þar hitti ég ekki slíkan hrokagikk.Og ekki hefur hann peningavitið.Þeir höfðu það ekki heldur. 

Sigurgeir Jónsson, 1.5.2007 kl. 11:24

3 identicon

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 15:10

4 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Ef allt væri í lagi hér , gagnvart verkafólki,þá þyrftum verkamenn akki að hafa fyrsta maí .
Sammála Hlyni hér .

Halldór Sigurðsson, 1.5.2007 kl. 15:35

5 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Já, flestir eru nú farnir að blogga um fyrsta mai.

Já allt má á sig leggja það eru jú kosningar til Alþingis eftir 11 daga

Guðrún Magnea Helgadóttir, 1.5.2007 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband