Guð forði okkur frá svona frambjóðendum

Steingrímur J. Sigfússon var spurður í kvöld á RÚV út í ummæli Ögmundar um bankana. Steingrímur kannaðist ekki við ummælin og taldi það af og frá að þeir félagar vildu losna við bankana úr landi.

Eitthvað hefur Steingrímur gleymt orðum samflokksmanns síns. Þau hafa verið skýr og skorinort gegn bönkunum svo eftir er tekið.
Það er því fróðlegt fyrir kjósendur að skoða eftirfarandi spjall sem vitnað var í Fréttablaðinu 4. nóvember 2006 en þar sagði Ögmundur meðal annars:

Fréttablaðið, 04. nóv. 2006 09:00

Bankar mega fara úr landi

Ögmundur Jónasson, alþingismaður og formaður BSRB, segir það til vinnandi að senda viðskiptabankana úr landi til að geta aukið jöfnuð í samfélaginu.

Ögmundur segir misskiptingu og ranglæti þrífast og breiða úr sér sem aldrei fyrr. Bankarnir greiði aðeins 12 milljarða fjármagnstekjuskatt af 120 milljarða hagnaði og hóti að hverfa úr landi verði skatturinn hækkaður.

Spurning sé hvort jafnaðarsamfélaginu sé fórnandi fyrir 12 milljarða og nokkra stráka og stelpur í silkifötum. „Er þotuliðinu fórnandi fyrir meiri jöfnuð og félagslegt réttlæti? Mitt svar er já," skrifar Ögmundur.

Svo er ekki úr vegi að rifja upp ummæli Össurar af vef hans: 

"...og guð forði bönkunum frá því að gera annaðhvort mig eða Jóhönnu Sigurðardóttur að arftaka Árna Matt." Sagði Össur Skarphéðinsson

Steingrímur hefur boðað 40-80% hækkun á fjármagnstekjuskattinum.
Slíkar hækkanir myndu framkalla ætlunarverk þeirra Össurar og Ögmundar á einni viku:

Bankarnir flyttu höfuðstöðvar sínar úr landi og skattekjur myndu fara í aðra ríkiskassa. Bankarnir sem nú eru burðarásar íslenska atvinnulífsins og sköpuðu 1000 störf á síðasta ári.

Guð forði okkur frá svona frambjóðendum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Fyndið samt að Samfylkingin er eini flokkurinn sem er tilbúinn að leyfa bönkunum að gera upp í Evrum, ásamt allri þjóðinni þegar út í það er farið -- sem er eitt mesta hagsmunamál samtímans á Íslandi. Því fyrr sem við losnum við ríkistjórnina sem er með svona mikla verðbólgu í verðtryggingunni okkar, því betra. 

Ég er nokkuð viss um að verðbólgu/verðtrygging verði ekki afnumin nema að taka upp stöðugan gjaldmiðil, og með því gera Davíð Oddsson seðlabankastjóra atvinnulausann.. tvær flugur í einu höggi! (þar sem Davíð væri reyndar mýfluga)  

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 1.5.2007 kl. 21:53

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Það er nú þannig að í kjördæmi Steingríms eru VinstriGræn með 24% atkvæða skv. skoðanakönnun, þannig að það er von þú ákallir Guð.  Sá sem spurði, Árni Matt. varð aðhlátursefni bæði annarra frambjóðenda og fólks í sal litlu síðar í þætttinum þegar kom í ljós að hann hafði ekki hugmynd um fjármagnstekjuskatt í öðrum löndum OECD. Andskotinn hirði sína! 

Auðun Gíslason, 1.5.2007 kl. 21:54

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Rétt hjá þer Ægir, því miður, Jón Baldvin vélaði nefnilega Davíð vin sinn til að styðja EES-samningin. Og nú fer fátt meir í taugarnar á Davíð en einmitt frelsið í viðskiptalífinu.  Nú ætlar Landsvirkjun að fara að gera uppí erlendri mynt. Einhver fer nú í fýlu!  Hvað segja nú Árni Matt og Davíð?

Auðun Gíslason, 1.5.2007 kl. 21:58

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Guð forði okkur frá svona lélegu Kastljósi með hallærislegu klappliði sem hlær að aulabröndurum og spáir ekki af alvöru í hlutina.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.5.2007 kl. 22:04

5 Smámynd: Gunnlaugur Stefánsson

Það er alþekkt og umtalað að Steingrímur J. gleymi sínum eigin orðum. Þannig að við þurfum ekki að vera hissa á að hann vilji ekki muna orð meðframbjóðenda sinna ef þau eru honum óþægileg.

Gunnlaugur Stefánsson, 1.5.2007 kl. 22:09

6 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það sem þú kallar viðtal við Ögmund Jónasson í Fréttablaðinu 4. nóv. 2006 er ekki viðtal, heldur er þar, með vafasömum hætti, verið að vísa í grein sem Ögmundur skrifar á heimasíðu sinni. Þér til glöggvunar, Eyþór minn, læt ég greinarkornið fylgja með:

Ólína, góðvina þessarar síðu, nánast fastapenni í lesendadálki, setur fram mjög umhugsunarverða spurningu, sem er meira en þess virði að menn hugleiði. Hún spyr:"Íslenskir bankar græða 120 milljarða á níu mánuðum þeir greiða tíund vegna gróðans á síðasta ári eða um 12 þúsund milljónir. Hve mikið þyrfti hver Íslendingur að greiða meira í beina skatta á ári til að greiða jafn mikið og bankarnir gerðu vegna liðins árs?"

Án þess að ég kunni svarið nákvæmlega þá er engu að síður ljóst að við erum ekki að tala um upphæðir, sem íslenska launaþjóðin stendur eða fellur með.

Sú hugsun sem skrif Ólínu vekja er þessi: Með einkavæðingunni, gróðahyggjunni og braskvæðingunni hefur íslenskt samfélag breyst – eða öllu heldur, því hefur verið breytt. Eignir samfélagsins hafa verið settar í hendur nokkurra einstaklinga, sem makað hafa krókinn. Misskipting og ranglæti þrífst og breiðir úr sér sem aldrei fyrr. Spurningin er þá eftirfarandi: Er jafnaðarsamfélaginu fórnandi fyrir 12 milljarða og nokkra stráka og stelpur í silkigöllum; þotuliðið? Eða eigum við að snúa spurningunni við: Er þotuliðinu fórnandi fyrir meiri jöfnuð og félagslegt réttlæti? Mitt svar er játandi, einnig svar Ólínu.

Um hina nýju milljarðamæringa og um þá sem skópu ranglætið með pólitískum gjörðum sínum, vefst Ólínu ekki tunga um tönn: "Burt með þá sem bera ábyrgð á svona óréttlæti og þá sem nærast á því. Menn breiða ekki yfir það með hoppi og hí með listamönnum í Kvosinni eða með því að ganga í prósessíu inn kirkjugólf í úthverfunum og gefa smámynt til kirkjustarfs."

Ég hvet lesendur til þess að kynna sér bréf Ólínu í heild sinni HÉR, einnig bréf Gunnars Th. Gunnarssonar, sem sýndi mér þann heiður að skrifa til síðunnar með sjónarmið, sem ganga þvert á boðskap Ólínu, sbr. HÉR.

Eins og sjá má minnist Ögmundur hvergi á að það eigi að reka bankana úr landi. Enda er sá skáldskapur hvergi til nema í höfðinu á örvæntingafullum FramsóknarÍhöldum.

Jóhannes Ragnarsson, 1.5.2007 kl. 22:18

7 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Rétt skal vera rétt og vísa ég því til fréttar Fréttablaðsins sem spjalls frekar en viðtals þar sem þetta var í raun spjall á vefsíðu. Fyrirsögn Fréttablaðsins lýsir innihaldinu ágætlega.

Það breytir í engu þeirri staðreynd að í yfirlýsingum og áformum hafa þeir Ögmundur og Össur einsett sér að koma bönkunum úr landi. Uppnefningar þeirra á starfsfólki og stjórnendum bankanna eru fyrir neðan allar hellur. Þeir ættu að sjá sóma sinn í að biðja þetta fólk afsökunar. Hvaða "silkigalla" eru þið t.d að tala um?

Þá er rétt að halda einu til haga og það er sú staðreynd að fjármagnstekjuskattur er oftast tvísköttun. Fyrst greiða fyrirtækin tekjuskatt (18%) ef þau eru að skila hagnaði en það er ekki sjálfsagt. Þá legst 10% fjármagnstekjuskattur á það sem er tekið út úr fyrirtækjunum sem hagnaður. Það er því oft mikil einföldun í umræðunni, en þó tekur steininn úr þegar umræðan er komin á ofangreint plan.

Eyþór Laxdal Arnalds, 1.5.2007 kl. 22:44

8 Smámynd: Jón Sigurður

Eyþór, þú segir hér að ofan "Það breytir í engu þeirri staðreynd að í yfirlýsingum og áformum hafa þeir Ögmundur og Össur einsett sér að koma bönkunum úr landi."

Fyrst að þú tekur svo sterkt til orða og segir að það séu til yfirlýsingar og áform. Geturðu þá póstað hér inn orðréttum  tilvitnunum í Ögmund Jónasson og Össur Skarphéðinsson þar sem þeir segja beinum orðum að þeir vilji og ætli sér að henda bönkunum úr landi?

Jón Sigurður, 2.5.2007 kl. 04:14

9 Smámynd: TómasHa

Þetta segir Ögumundur og þetta stendur þarna skrifað: 

  • Spurningin er þá eftirfarandi: Er jafnaðarsamfélaginu fórnandi fyrir 12 milljarða og nokkra stráka og stelpur í silkigöllum; þotuliðið? Eða eigum við að snúa spurningunni við: Er þotuliðinu fórnandi fyrir meiri jöfnuð og félagslegt réttlæti? Mitt svar er játandi, einnig svar Ólínu.
Er þetta ekki nokkuð ljóst?  Hvað var Steingrímur að tala um tilbúna frétt? Það er betra að við séum öll jafnfátæk en að það sé eitthvað þotulið hér á landi.

TómasHa, 2.5.2007 kl. 09:41

10 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Steingrímur var ekki hættur þarna. Spyrjandinn fékk það aldeilis óþvegið eftir útsendingu, sjá hér.

Gestur Guðjónsson, 2.5.2007 kl. 10:06

11 identicon

Orðhengilsháttur og útúrsnúningar sjálfstæðisflokks og framsóknar er genginn fram úr allri skynsemi. Hafið þið ekkert betra að gera í ykkar blessuðu kosningarbaráttu en að týna til ræður og færslur stjórnarandstöðunnar og snúa útúr því sem þar kemur fram. 

Er málefnastaðan ykkar svona slæm? 

Baldvin Esra Einarsson (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 11:54

12 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þotuliðið á silkigöllunum er ekki það sama og bankar og bankastafsemi. Hinsvegar hafa svokallaðir stjórnendur bankanna orðið berir af áður óþekktri græðgi og flottræfilshætti. Þetta lið þurfum við að losna við sem fyrst úr bankastarfsemi áður en þeir koma meira óorði á hana.

Hitt stendur óhaggað, að Ögmundur Jónasson hefur aldrei sagt að það ætti að reka bankana úr landi. Þeir sem halda öðru fram eru einfaldlega að fara með ósannindi.

Jóhannes Ragnarsson, 2.5.2007 kl. 12:29

13 Smámynd: Haukur Nikulásson

Eyþór, mér finnst þú ganga of langt í að dreifa þessari smjörklípu því hún er máttlaus með öllu.

Athyglin er öll á Bjarna Ben. og Jónínu Bjartmarz þessa stundina. Núna bíðum við bara eftir því að þau játi vitleysuna og iðrist! (Yeah right!)

Haukur Nikulásson, 2.5.2007 kl. 15:16

14 Smámynd: Presturinn

Sæll Eyþór og takk fyrir góðan pistil. Ég tala samt til Jóa vinar míns þegar ég spyr: hvað kemur þér það við Jói hverju menn klæðast og hvernig þeir halda uppá afmælið sitt? Finnst þér það málefnalegt þegar ég hætti að sjá þig sem mann og fer að ávarpa þig sem lopapeysu?

ég held að þú ættir að taka þig saman í andlitinu og spyrja sjálfan þig nokkurrua áleitinna spurninga. Hvaða fullorðni maður öfundast útí aðra? Hvaða fullorðni maður gerir gys af klæðaburði fólks eða dæmir það af honum? Þessir menn eiga og geta meira en þú. Þú ert samt engu verri fyrir það. Vertu stoltur af sjálfum þér og þeim sömuleiðis. Því þú ert engu verri þótt að aðrir séu betri. Þú ert alveg eins og þú varst í gær.

 með kveðju, séra p

Presturinn, 2.5.2007 kl. 15:23

15 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

 amen fyrir því

Örvar Þór Kristjánsson, 2.5.2007 kl. 19:48

16 identicon

Ég er sammála Eyþóri um þetta "Guð forði okkur frá svona frambjóðendum" og það er akkúrat málið. Séra p eða Presturinn heldur því fram að við myndum kjósa fólk sem kunni sig ekki og gefur í skyn að heilinn okkar funkeri þannig að við hlustm fyrst og horfum svo. Þannig er það bara ekki. Líkamstjáning, fas, framkoma kemur fyrst og svo hlustar maður. Hrokafullt er að segja að og snúa svo út úr orðum manna eins og Séra p eða Prestrurinn gerir hér. Mér fannst samt gaman þegar Björgvin Halldórsson söngvari kallaði okkur boli. Það var vinalegt hjá honum. Haukur – hvaða vitleysu. Vitleysan er að halda fram samsæri þegar það er ekki. Jóhannes er greinilega á móti einhverju sem hann setur í kotagoríuna þotulið. Satt er; að það er kallað fordómar í garð fólks með góðan smekk.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 22:24

17 Smámynd: Geir Ágústsson

Ánægjulegt að sjá menn koma hér Ögmundi til varnar. Það þýðir væntanlega að varnarmenn Ögmundar séu eindregið á móti hækkun fjármagnstekjuskatts og skatts á hagnað fyrirtækja sem hvort tveggja yrði til þess að fleyta bönkunum úr landi. Væntanlega þýðir það líka, að mati varnarmanna, að orð Eyþórs í formi "útúrsnúnings" og fleira séu byggð á misskilningi og að engar skattahækkanir leynist bak við hornið, nái vinstrimenn völdum. Raunsæi mitt og yfirborðsþekking á íslenskum stjórnmálum segir samt að annað verði veruleikinn.

Alltaf skrýtið að sjá menn fullyrða að Sjallarnir hafi verið "á móti" EES, þegar þeir og Allaballarnir voru þeir einu (eða allt að því?) sem sýndu stuðning í verki og kusu með þeim samningi! 

Geir Ágústsson, 4.5.2007 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband