Fyrsti kossinn

Snerting og kossar eru mismunandi eftir þjóðum og menningarheimum. Það sem þykir í lagi á einum stað er tabú á öðrum. Einn koss skekur nú fjölmiðla þar sem fyrrum nemandi kyssir kennara sinn, en athæfið náðist á mynd. Á þessari mynd sést hvar Ahmadinejad kyssir hönd konunnar en slíkt er talið siðlaust með öllu í Íran. Kennarar hafa verið að berjast fyrir bættum kjörum og telja sumir að Ahmadinejad hafi með þessu verið að votta kennurum stuðning sinn. Þó hann þyki harðlínumaður á vesturlöndum er þessi hegðun talin vera gegn Sharia lögum sem banna snertingu manna við óskyldar konur. Rétt er samt að halda því til haga að konan var með hanska svo ekki kom til snertingar við húð. Samkvæmt einu dagblaðanna í Teheran er þessi hegðun forsetans talin einsdæmi í sögu íslamska lýðveldisins eins og lesa má um hér. Þar á bæ rifja menn upp fyrri "afglöp" forsetans eins og þegar hann vildi leyfa konum að horfa á knattspyrnu.

Fyrsti kossinn

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kallaðu mig Komment

Samkvæmt talsmanni forsetans slæmdi konan hendinni að vörum hans þegar hann var að svipast um eftir linsu sem hann missti. Trúarlögreglan er komin í málið.

Kallaðu mig Komment, 3.5.2007 kl. 09:35

2 Smámynd: halkatla

Þetta er ótrúlegt! En samkvæmt írönskum lögum þá er þetta alveg bannað, sama hvort það eru hanskar á milli eða ekki þá má ekkert snertast og að kyssa svona á hönd er sennilega það alversta og það er í rauninni bara skrítið að forsetinn hafi þorað þessu. Það bendir eiginlega allt til þess að siðapostlarnir hafi rétt fyrir sér, hann missir stjórn á sér og eitthvað við kennarann hlýtur að hafa verið allsvakalega erótískt.

halkatla, 3.5.2007 kl. 14:57

3 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Svona verður þetta hér ef VG komast til valda.  Þá verður netlögga (Steingrímur J ), siðferðislögga ( Frau Sóley ) og guð veit hvað annað steikt hér við lýði....   Athöfn eins og að segja saklausan brandara verður hin argasta ósvífni......  

bara smá útúrsnúningur og pæling

Örvar Þór Kristjánsson, 3.5.2007 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband