Sóknarstöð í Keflavík

Umræðan um styrkingu menntamála er góð, en verk eru betri. Hér hefur verið stigið stórt skref í átt til sóknar og er vonandi að þessi starfssemi nái að dafna bæði hratt og vel. Mér finnst mikill gæðastimpill á þessu verkefni að Þorsteinn Ingi Sigfússon komi að því, en auk þess er það heillavænlegt að hafa Háskóla Íslands sem bakhjarl. Margir innviðir varnarstöðvarinnar í Keflavík koma til með að nýtast vel í þessari starfssemi og verður mjög spennandi að fylgjast með næstu skrefum.

Fjárfesting fyrirtækja í útrás mun koma sér vel, bæði fyrir miðstöðina og alveg örugglega líka fyrir atvinnulífið. Árni Sigfússon hefur leitt Reykjanesbæ til sóknar á erfiðum tímum samdráttar.

Með þessu er sáð eikarfræi í flóru atvinnulífs á Suðurnesjum.


mbl.is Vísinda- og fræðamiðstöð byggð upp á Keflavíkurflugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband