Háhraðafjarskipti í dreifbýlinu, vélmenni við mjaltir og Steingrímur J. fjölmiðlatepptur í Reykjavík

Var á Akureyri í dag. Tók að mér að vera ráðstefnustjóri hjá Skýrslutæknifélagi Íslands um fjarskipti á landsbyggðinni. Fjarskiptasjóður er að bjóða út háhraðatengingar í dreifbýli á næstunni og er mikilvægt að þar verði vel á málum haldið. Þetta var hörkuskemmtilegur fundur, þó Steingrím J. Sigfússon hafi vantað en hann var fjölmiðlatepptur í Reykjavík. Tekist var á um málin, en allir voru sammála um að háhraðatengingar væru bæði eitt stærsta atvinnu- og menntamál í dreifbýli. Ég þekki það sjálfur að þurfa að reiða mig á EMAX tengingar í dreifbýlinu, en sumstaðar er því ekki einu sinni til að dreifa. Krafan um sítengingu og hraða er mikil ekki síst hjá unga fólkinu sem sættir sig ekki við annars flokks ISDN sambönd. Meira að segja kýrnar eru farnar að vera háðar nettengingum, enda er landbúnaður að verða víða tæknivæddur með gagnagrunnum og jafnvel vélmennum við mjaltir.

Eitt þarf svo að skoða líka:

Þegar Ísland var gert að einu gjaldsvæði í talsíma varð gagnaflutningur útundan. Þetta gerir það að verkum að Internetþjónustur á landsbyggðinni þurfa að greiða hærra verð fyrir flutning, en þeir sem eru á höfuðborgarsvæðinu. Þá er umferð mismunað eftir því hvort um er að ræða "innanlands" eða "millilanda". Í flestum öðrum löndum er umferðin talin vera um Internetið, en ekki innan hólfa.

Skoðum þetta betur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Samhryggist innilega að þú þurftir að sitja fund hjá Skrýmslutæknifélaginu (þetta var ekki prentvilla, ég viet hvað ég var að gera ). En partíið á eftir hefur verið massíft, þetta er nefnilega fólkið sem virkilega slettir úr klaufum.

Ingi Geir Hreinsson, 5.5.2007 kl. 09:04

2 Smámynd: Sigurjón

Sammála þér þarna Eyþór.  Algjörlega!

Sigurjón, 7.5.2007 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband