5.5.2007 | 21:46
Ragnar Reykás í framboði?
Ég get ekki neitað því en Ragnar Reykás hefur komið upp í hugann síðustu daga þegar hlustað er á VG og Samfylkingarfólk.
Steingrímur J. Sigfússon formaður VG hefur komið með nokkrar athyglisverðar hugmyndir um "góð" atvinnumál í kosningabaráttunni. Steingrímur J. mælir t.d. með bjórverksmiðju í Kastljósinu í fyrradag. Steingrímur J. Sigfússon greiddi atkvæði gegn sölu bjórs árið 1988.
Atli Gíslason oddviti VG í Suðurkjördæmi nefndi Bláa lónið sem helsta vaxtartækifærið, en eins og flestir vita er Bláa lónið "umhverfisslys" sem ekki væri leyft í dag vegna umhverfisáhrifa. Bláa lónið er afrennslisvatn úr raforkuveri Hitaveitu Suðurnesja.
Ferðamannaiðnaður í stað stóriðju hefur verið mikið í umræðunni, en þó menga ferðamenn talsvert. Án Leifstöðvar væri tómt mál að tala um ferðamannaiðnað sem mikilvæga atvinnugrein, en Steingrímur J. barðist gegn stórri flugsstöð á sínum tíma í þinginu.
Þá er vert að minnast þess fyrir Evrópubandalagssinna að formaður Samfylkingarinnar sat hjá þegar EES samningurinn var samþykktur á Alþingi.
Já og sérstakur gestur á flokksþingi Samfylkingarinnar Bjarni Ármannsson vildi láta lögfesta launabirtingar svo ekki væri hægt að viðhalda launaleynd. Bjarni fékk stóran starfslokasamning fyrir skemmstu, en innihald hans er trúnaðarmál...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:02 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 860689
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- andres
- ellidiv
- hux
- hlf
- stebbifr
- bjarnihardar
- nielsen
- bingi
- jonvalurjensson
- sjalli
- villagunn
- hvala
- julli
- eyverjar
- borgar
- davidwunderbass
- otti
- eyglohardar
- austurlandaegill
- ranur
- baldvinj
- hrafnathing
- heimssyn
- gummisteingrims
- sinfonian
- seth
- dofri
- ingo
- kjarvald
- lubbiklettaskald
- fridjon
- hrafnaspark
- hlynurh
- harhar33
- viggo
- jonl
- ingibjorgelsa
- ekg
- zumann
- ural
- grazyna
- stefanthor
- agustolafur
- tommi
- jonasantonsson
- sveinnhj
- kiddip
- skotta1980
- beiker
- svenni71
- kolgrimur
- kristinhrefna
- vefritid
- almal
- arnith2
- satzen
- hilmarb
- thorbjorghelga
- sarcasticbastard
- rs1600
- ragnarna
- arnih
- nonniblogg
- pallvil
- margretsverris
- joningi
- juliusvalsson
- agny
- siggith
- jorunnfrimannsdottir
- ottarfelix
- havagogn
- sveinnt
- gummibraga
- baldurkr
- ellyarmanns
- maple123
- phoenix
- 730
- haukurn
- ahi
- godsamskipti
- dullur
- sigfus
- bofs
- omarragnarsson
- gattin
- sigjons
- gudrunmagnea
- jakobsmagg
- prakkarinn
- doddinn
- deiglan
- ragnar73
- postdoc
- sij
- bergrun
- noosus
- vild
- predikarinn
- davidg
- landsveit
- sigurjonsigurdsson
- sailor
- framsoknarbladid
- morgunbladid
- andriheidar
- mullis
- organisti
- iceman
- frisk
- eyjapeyji
- laugatun
- doriborg
- kjartanvido
- smali
- fannarh
- kolbrunb
- lth
- hafstein
- thoragud
- skodunmin
- gthg
- latur
- don
- ingabesta
- hannesgi
- turilla
- bjorgvinr
- alit
- gun
- partners
- binnag
- tharfagreinir
- isdrottningin
- brelog
- erlaosk
- bondakall
- tolliagustar
- konur
- domubod
- olinathorv
- koala
- gudjonbergmann
- karisol
- killerjoe
- marinogn
- vitinn
- kosningar
- id
- theodorn
- grimurgisla
- tryggvih
- jonarni
- dolli-dropi
- viktorbk
- zsigger
- zeriaph
- siggiulfars
- ver-mordingjar
- sigurjonth
- kiddirokk
- villithor
- gudfinna
- killjoker
- jonmagnusson
- hallurmagg
- vestfirdir
- bonham
- orri
- skarfur
- heiddal
- eyvi
- antonia
- heidathord
- reynir
- trainn
- ljonas
- bergurben
- haukari
- golli
- hannesjonsson
- jonaa
- rattati
- gesturgudjonsson
- elinora
- snorribetel
- gudni-is
- islandsfengur
- jaj
- ktomm
- arh
- gudbjorng
- uthlid
- halldorjonsson
- bleikaeldingin
- astamoller
- hector
- geiragustsson
- altice
- vilhelmina
- presturinn
- odinnth
- palmig
- skinkuorgel
- komment
- bene
- alfheidur
- isleifur
- thorsteinnerlingsson
- birkire
- oddgeire
- hjolagarpur
- sigurdurkari
- birgir
- hrolfur
- gisliivars
- geislinn
- unnar96
- steinig
- doktorper
- handsprengja
- millarnir
- perlaheim
- audureva
- photo
- jonasegils
- okurland
- hallarut
- saethorhelgi
- blekpenni
- addni
- silfrid
- rustikus
- sirrycoach
- manzana
- steffy
- gammurinn
- johnnybravo
- hugsanir
- ellasprella
- siggikaiser
- eythora
- villialli
- markusth
- kaffi
- kuriguri
- dvergholar
- glamor
- goldengate
- sigurjonb
- kht
- skallinn
- limped
- hemmi
- gullilitli
- almaogfreyja
- einarlee
- olafurthorsteins
- ziggi
- audbergur
- johannp
- fjola
- stormsker
- steinnbach
- ingolfur
- sigvardur
- hvitiriddarinn
- malacai
- hvirfilbylur
- sign
- lostintime
- hlekkur
- minkurinn
- 3englar
- rosaadalsteinsdottir
- mogga
- credo
- armannkr
- fannarg
- jon-o-vilhjalmsson
- ketilas08
- runirokk
- tulinius
- gotusmidjan
- hugs
- helgi-sigmunds
- must
- kje
- nkosi
- neytendatalsmadur
- vestskafttenor
- maggi270
- jonsnae
- solthora
- steinibriem
- gorgeir
- himmalingur
- askja
- liberal
- braids
- snorristurluson
- va
- baldvinjonsson
- tilveran-i-esb
- esb
- brv
- vibba
- saltogpipar
- sjonsson
- ibvfan
- arniarna
- fhg
- fsfi
- suf
- olijoe
- eho
- wonderwoman
- gunnarpalsson
- ljosmyndarinn
- mal214
- brandarar
- tilfinningar
- maggibondi
- gerdurpalma112
- brobba
- tori
- mummiskula
- kreppan
- taoistinn
- rynir
- lucas
- 170341
- arijosepsson
- gonholl
- valgeir
- juliusbearsson
- haddi9001
- sjalfstaedi
- saedishaf
- robertvidar
- carlgranz
- thorolfursfinnsson
- heim
- mis
- thorsteinnhelgi
- jonsullenberger
- axelaxelsson
- hinrikfjeldsted
- tibsen
- kerubi
- hjaltisig
- gylfithor
- drum
- jamesblond
- pjeturstefans
- kjoneden
- hallurg
- eggmann
- erla
- fletcher
- egill
- sigurjon
- obv
- gudjon
- asabjorg
- nonninn
- salvor
- toj
- sonurhafsins
- gudruni
- sax
- eythoringi
- hlynur
- jobbisig
- olofnordal
- lydur
- heidistrand
- einarstrand
- aglow
- herdis
- vga
- egillg
- ordid
- maggaelin
- gmaria
- tomasha
- agbjarn
- jakobk
- gunnaraxel
- toddi
- jax
- gudmundurmagnusson
- sigmarg
- halkatla
- bet
- seinars
- tofraljos
- kari-hardarson
- johannalfred
- eurovision
- heringi
- bbking
- gumson
- arnorbld
- athb
- bardi
- benediktae
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- brahim
- braskarinn
- eggman
- ejk
- jari
- einarbb
- emilkr
- erlendurorn
- evropa
- frjalshyggjufelagid
- morgunn
- gauisig
- gunnargunn
- noldrarinn
- vinaminni
- gustafskulason
- ammatutte
- hhraundal
- minos
- haddih
- daliaa
- stjornun
- jonarnarson
- bassinn
- josefsmari
- kuldaboli
- kij
- krist
- holmberg
- kristjangudm
- larahanna
- loftslag
- ludvikludviksson
- magnusg
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- gmc
- svarthamar
- iceland
- rafng
- ragnargeir
- reni
- samstada-thjodar
- fullveldi
- lovelikeblood
- joklamus
- siggifannar
- siggigretar
- siggisig
- nr123minskodun
- sisi
- zunzilla
- luther
- lehamzdr
- summi
- svanurmd
- spurs
- saedis
- saemi7
- tomasellert
- tryggvigislason
- valdimarjohannesson
- villidenni
- thjodarheidur
- thorrialmennings
- tbs
- nautabaninn
Um bloggið
Eitt og annað
Bækur
Bókaskápurinn
Nokkrar góðar...
-
Josef Joffe: Uberpower (ISBN: 0-393-06135-3)
Josef Joffe ritstjóri Die Zeit hefur kennt við Harvard og skrifað mikið í Foreign Affairs. Hér skoðar hann möguleika bandaríska heimsveldisins út frá sögunni. Joffe metur möguleika BNA út frá mismunandi valdahlutföllum sögunnar og bendir á hvernig þau gjörbreyttust um jólin 1991 við fall Sovétríkjanna. Í dag standa BNA á krossgötum sem skipta okkur öll máli. Uberpower er með bestu bókum um þetta efni.
***** -
Philip Ball: Critical Mass (ISBN: 0-09-945786)
Frábær bók sem tengir saman eðlisfræði fyrri og seinni tíma við mannlega hegðun og tölfræði. Vel læsileg og frjó vísindabók.
*****
Tenglar
Nokkrar heimasíður Íslendinga
fáeinar heimasíður einstaklinga á Fróni
- Birgir Ármannsson
- Egill og silfrið Púlsinn á pólítíkinni
- Aldís í Hveragerði Bæjarstjóri til fyrirmyndar
- EKG Góður og skeleggur málsvari Vestfjarða
- Þorsteinn J Alltaf góður
- Illugi á netinu Eldklár og skemmtilegur penni. Mætti gjarnan setja frábærar greinar sínar á vefinn.
- Helgi punktur is Mætti blogga meira. Gaman að Helga.
- www.bjorn.is Skrifar af einlægni og slær ekki slöku við
- eyþór punktur is gamla góða heimasíðan mín
- Össur skarpi Hinn eiginlegi formaður Samylkingar
Heimsóknarinnar virði
Fróðlegar vefsíður. Sumu er ég sammála - öðru ekki.
- Tvöföldun Suðurlandsvegar! Hér var yfir 25 þúsund undirskriftum safnað til að berjast fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar.
- Tíkin pólítíkin í öllu sínu kvennaveldi
- Deiglan Ein öflugasta pólítíska vefsíðan á Íslandi
- Frjálshyggjufélagið ómissandi vinkill í umræðuna
- Ahmadinejad bloggar líka.. Forseti Írans tjáir sig á vefnum.
- XD í Árborg
- Suðurglugginn á netinu Glugginn - sunnlenskt vikurit á netinu
- Suðurland punktur net Fréttasíða af suðurlandi með Dagskránni á pdf formi
- Suðurland punktur is Lifandi fréttasíða af suðurlandi
- Heimssýn Góð síða um Evrópusambandið og fullveldi Íslands
- Drudge Vinsæl bloggsíða um stjórnmál og dægurmál
- Hagstærðir og fleira gott. Hlekkjasafn um hagstærðir
- CIA factbook Góð síða til að fá stutt yfirlit um helstu hagstærðir ríkja.
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Af mbl.is
Viðskipti
- Kerecis-hjón fjárfesta í leiguflugi
- Dr. Bjarni Pálsson til Vinds og jarðvarma
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol
- Arkitektar ósáttir við orðalag forstjóra FSRE
- Ný ríkisstjórn þurfi að hafa hraðar hendur
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
Athugasemdir
Ragnar Reykás og Steingrímur J. Sigfússon eru sláandi líkir ekki satt? Í útliti og já í tali líka?
Lýður Pálsson, 5.5.2007 kl. 22:53
Takk fyrir síðast Lýður. Gott ef ekki er þegar þú nefnir það.
Eyþór Laxdal Arnalds, 5.5.2007 kl. 23:02
Góður pistill.
Það er löngu séð að Steingrímur J er vart marktækur stórnmálamaður. Samt er hann einn af "skástu" frambjóðendum VG að mínu mati! Segir margt. Þetta er undarleg blanda af fólki satt best að segja hjá VG. Yrði mikið slys ef þessi flokkur kæmist til valda. Skála samt fyrir því að Steingrímur sjái af sér í "bjórmálinu" og hvetji landann til frekari framleiðslu (og þá væntanlega meiri neyslu) þess ágæta vökva. Ætli honum Steingrími veiti ekki af nokkrum köldum núna þegar fylgi VG er að falla niður. Það eru nefnilega ýmsar atkvæðafælurnar innan VG sem fara hamförum þessa dagana.... Fólk er farið að sjá í gegn um þennan umhverfis heilaþvott VG. Umhverfismál eru/voru í tísku og VG hafa með múgsefjun og fíflalegum málflutningi náð að trekkja að væntanlega kjósendur.... sem nú sjá nú ljósið þegar þeir rýna betur í málin. Vona að sem flestir (ekki hægt að ná þeim öllum, sumum er bara ekki viðbjargandi) sem hafa á einhverjum tímapunkti hugsað um að kjósa VG komi úr myrkrinu og noti skynsemina 12 maí.
Samfylkingunni er viðbjargandi. Meiri möguleikar á samstarfi þar. Annars held ég að kjósendur gefi núverandi stjórn 4 ár í viðbót, mín trú og von.
Örvar Þór Kristjánsson, 5.5.2007 kl. 23:55
Er það ekki dæmi um fátæklega málefnastöðu þegar verið er að benda á andstæðingana í sífellu og taka dæmi af glappaskotum þeirra. Þetta er kannski það sem einkennir umræðuna í stjórnmálum, og hefur lengi gert. Menn benda á andstæðinga sína og taka dæmi af því hversu illa þeir hafa staðið sig, hversu illa þeir hafa misstigið sig, hversu ósannfærandi þeir eru og hversu tvísaga þeir eru. Kannski er ástæðan sú að stefna flokkanna er sú sama í megin dráttum, eitt og eitt mál eða áhersluatriði eru ólík. Ötum andstæðingana aur og vonumst til að það slettist sem minnst á okkur.
Guðmundur Örn Jónsson, 5.5.2007 kl. 23:55
Skemmtilegt af ykkur íhaldinu að telja upp einhver löngu grafin og klúðursleg mál stjórnarandstöðunar nú þegar stutt er í kosningar, en ekki finnst mér það bera af sér mikinn þokka að uppnefna einstaka menn einsog lýður gerir við lófatak frá þér Eyþór. Þú ættir nú að þekkja grimmd þjóðarinar ýkja vel eftir að hafa misstigið þig sjálfur opinberlega og ættir þessvegna kannski að fara varlega í svona tal.
Ég er sjálfur óflokksbundinn en þessi listi sem þú taldir upp í pistli þínum finnst mér nú vera afar smávægilegur miðað við það að formenn stjórnarflokkanna drógu nafn Íslands inní blóðbaðið og hörmungarnar í Írak í þeirri veiku von um að einhverjar herþyrlur héldu áfram að sveima yfir landinu. Hverskonar stórkostlegt klúður er það? Og er nema von að þessir menn séu horfnir báðir tveir af velli stjórnmálanna? Ekki beint fallegur minnisvarði um þeirra störf.
Örvar, ef þessi 20 ára gömlu mál gera Steingrím ómarktækan, hver erþá staðan hjá öllum þeim Sjálfstæðismönnum og Framsóknarmönnum sem studdu þessa ákvörðun Halldórs og Davíðs í blindni?? Eru ekki örugglega allir búnir að viðurkenna að það hafi verið misstök? Talandi um Ragnar Reykás.. hvað ætlu séu þá margir slíkir í framboði hjá Íhaldinu?
En í guðana bænum haldið áfram að leita að flísinni í auganu á náunganum.
Gaukur Úlfarsson, 6.5.2007 kl. 00:47
Gaukur.
Að halda því fram að íslensk stjórnvöld beri m.a ábyrgð á blóðbaðinu og hörmungunum í Írak eins og sumir vinstri menn gera í sífellu er fáránlegt. Þessi ákvörðun um að fara á þennan lista var tekin miðað við upplýsingar sem lágu fyrir á þeim tíma, það fannst mönnum réttlætanlegt miðað við þær forsendur. Það voru nokkrar ástæður fyrir innrás, t.d að koma Saddam frá völdum og uppræta gjöreyðingarvopn Íraka. ( sem reyndust svo rangar upplýsingar frá CIA ) Mér persónulega finnst það góð og gild ástæða að ráðast inn í land til þess að koma fjöldamorðingja frá völdum. Manni sem myrti hundruð þúsunda í sinni valdatíð. Vissulega hafa BNA menn gert mistök í þessu stríði, m.a. upprætt Íranska herinn og lögregluna. Fóru líka inn með allt of fámennan innrásarher og hafa því ekki náð tökum á landinu. Því miður er það daglegt brauð að heyra fréttir af hrikalegum blóðsúthellingum frá Írak. Íslensk stjórnvöld bera ekki ábyrgð á því og ekki heldur á blóðbaðinu þar fyrir stríð.
Að fylgjast með umræðum um þetta mál og sjá suma vinstri menn nýta sér hörmungar Íraka til þess að setja svartan blett á íslensk stjórnvöld er ógeðfellt. Nær engri átt og er í senn fáránlegt og aumkunarverð tilraun til þess að veiða inn fáein atkvæði.
Það studdi enginn þessa ákvörðun í blindni. Menn tóku ákvörðun miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir. Mín vegna mætti henda okkur af þessum lista, er slétt sama. Ákvöðunin var tekin og mun standa. Hvort innrásin geri írönsku þjóðinni gott þegar til framtíðar er litið er ekki gott að segja ti um enda sér maður ekkert nema hörmungar blasa við. Menn mega samt ekki gleyma að hörmungarnar voru ekki síðri í tíð Saddams eða jafnvel meiri. Viðurkenni að BNA hafa gert mörg mistök í þessu stríði. Því miður.
Örvar Þór Kristjánsson, 6.5.2007 kl. 02:29
Góður pistill hjá þér. Ég er sammála þér , það er óttarlegur Ragnar Reykás í VG fólkinu. Það er svo einfalt að vera alltaf á móti öllu, finna að og setja út á það sem gert er. Hugsaðu þér félagi ef VG væru í stjórn á væri þessir pislar ekki leyfðir. Netlöggan leyfði þá ekki !!!
Halldór Borgþórsson, 6.5.2007 kl. 11:22
Kjánalegur pistill
EES er ekki það sama og ESB. EES er fríverslunarsvæði (Evrópska efnahagssvæðið). ESB (Evrópusambandið) eru yfirþjóðleg samtök. EFTA eru fríverslunarsamtök. EES er samningur á milli EFTA og ESB um frjálst flæði, fjármagns, þjónustu, vinnuafls og vöru.
Bláa lónið er til staðar og er vel nýtt tækifæri í ferðamannaiðnaði. Þó það sé flokkað sem umhverfisslys. Það er ekkert athugavert að vera fylgjandi því þó svo að vera mótfallinn orkufrekum stóriðjuverum. Heimilisköttur og ljón eru ekki það sama þó bæði séu af kattarkyni.
Ég var búinn að benda þér á að lesa ræðu Steingríms betur áður en þú gagnrýnir. Þú virðist ekki læra. Steingrímur er á móti óhagkvæmri og illstækkanlegri flugstöð. Vildi horfa til vel hannaðra flugvalla þar sem stækkun er auðvelt eftir þörfum. Snýst auðvitað um fjárbindingu, hagkvæmni og skynsamar ákvarðanir.
Bjórinn var leyfður fyrir 18 árum. Það væri tilefni til athugasemda ef allir þeir sem kusu gegn bjórnum á sínum tíma væru enn á móti öllu því sem tengist bjór. Ekki öfugt.
Að gagnrýna er eitt, að hún sé réttmæt er annað. Að hafa efni á því er svo af öðrum toga.
Baldvin Esra Einarsson (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 11:32
Ef þetta er kjánalegur pistill þá er strákurinn hérna fyrir ofan kjáni, sem hann er auðvitað ekki:) Þú ert að ég held besti stjórnmálabloggarinn! En hver hefur jú sína skoðun:)
Bjarki Tryggvason, 6.5.2007 kl. 12:22
Sæll Eyþór mig langaði bara að segja þér að samkvæmt skoðanakönnun eru lesendur Síðuhalds í 21 % tilvika að tilnefna þig sem síðuhaldsfélaga. Það er afar slappt þegar litið er til þess hvursu geignvænlega síðuhald þitt er lesið. Mér finnst ég þurfa bara að láta þig heyra það. Það eru ekki verðugir andstæðingar í þessari könnun og þér ekki til framdráttar að skora svona lágt.
Enn eru nokkrir dagar til stefnu og hvet ég þig til dáða.
Ilmandi kveðjur Síðuhaldari
Gunnar Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 15:14
Örvar;
Ég átta mig ekki á því um hverja þú ert að tala þegar þú segir "þið vinstri menn". Einsog ég tók fram að þá er ég óflokksbundinn og tel jafnvel að mínar skoðanir sveiflist oft meira til hægri en vinstri.
Það er ekki þar með sagt að ég fylgi íhaldinu í blindni einsog svo margir gera. Þannig fólk kalla ég hópsálir og sumir ganga jafnvel enn lengra og kalla slíkt fólk sauði. Að mörgu leiti get ég tekið undir það, sjáum til dæmis kosningabaráttu ungra framsóknarmanna sem gengur útá að ná til þessara sauða; kind.is
Mér finnst ferlega sorglegt að ungt fólk sé ennþá fast í kaldastríðinu, þessari umræðu um hægri og vinstri sem verður alltaf afstæðari með hverju ári. Þetta voru mál foreldra okkar og ferlega rykfallin afstaða að halda áfram að tönglast á þeim. Líkist mikið frekar því að eiga sér uppáhalds íþróttfélag en því að fylgjast með þjóðmálum af áhuga og gagnrýnum hug.
Þú talar um þau gögn sem lágu fyrir á þeim tíma? Hvaða gögn voru það? Vissu ekki allir sem vildu vita að þetta snérist ekki baun um hve vondur Saddam var? Ef svo væri, er þetta þá ekki fordæmisgefandi fyrir aðrar þjóðir sem þurfa að þola mun verri einræðisstjórnir en þá sem Saddam leiddi? Afhverju voru ekki fleiri þjóðir á þessum lista sem Davíð og Halldór settu land okkar á? Kannski vegna þess að allir sem vildu sjá hvert markmiðið með árásinni var, sáu. Kannski vegna þess að Sameinuðu þjóðirnar lögðust eindregið gegn innrásinni vegna ónógra sannanna um að þar væru einhver stórfeld vopnabúr. Þessu fylgdist heimsbyggðin með og allir sem vildu sjá og heyra, vissu hver raunveruleg ástæða árásarinar var. En þú vilt á hinn bóginn taka undir "hear no evil, see no evil" afstöðu íhaldsins. Skjótum fyrst, spyrjum svo..
Hvernig væri að ræða það í hreinskylni hversvegna við erum á þessum skítuga lista? Var það ekki gert til þess að efla stöðu okkar á samningaborði við BNA þegar að því kæmi að ræða um áframhaldandi veru herliðsins hér á landi?
Hver sem afstaða okkar kann að vera varðandi varnir íslands, þá mistókst þetta fullkomlega þar sem við bárum ekkert úr bítum annað en að líta út einsog hvolpar árásagjarnra heimsvaldasinna.
Þetta skilur eftir óbragð í munni mínum, verulega mikið óbragð! Sérstaklega þegar einhver vogar sér einsog þú gerir að reyna að skipta þessu uppí vinstri og hægri einsog þú gerir í svari þínu til mín -- "og sjá suma vinstri menn nýta sér hörmungar Íraka til þess að setja svartan blett á íslensk stjórnvöld er ógeðfellt" þetta finnst mér lýsa sorglegum hugarheimi hópsála.
Gaukur Úlfarsson, 6.5.2007 kl. 15:50
Ég er ansi hræddur um að vissir menn ættu ekki að nefna bjór á nafn opinberlega né annað tengt þeim vökva.
Og annað: Hefur lögleiðing á bjór fært þjóðinni aukna hamingju? Hefur drykkjuskapur ekki einmitt aukist eftir að bjórþambið komst á.
Jóhannes Ragnarsson, 6.5.2007 kl. 18:39
Gaukur
"Að halda því fram að íslensk stjórnvöld beri m.a ábyrgð á blóðbaðinu og hörmungunum í Írak eins og sumir vinstri menn gera í sífellu er fáránlegt"
Þarna á ég við að sumir vinstri menn ( tala ekki beint til þín ) eru að halda þessari frásinnu fram.
Við erum greinilega ósammála og algjörlega á öndverðum meiði. Þannig er það nú og virði ég þína sjón. Hinsvegar stend ég við mín fyrri orð, finnst það ógeðfellt hverng sumir vinstri menn reyna að nýta sér blóðbaðið í Írak í pólitískum tilgangi. Það veit það hver heilvita maður að íslensk stjórnvöld bera ekki ábyrgð á þessu blóðbaði. Ekki frekar en þeir sem kaupa Nike vörur bera ábyrgð á barnaþrælkun.
En eftir standa staðreyndir:
1) Blóðbaðið í Írak er engu minna núna en þegar Saddam var við stjórn. Líklega minna núna.
2) BNA menn hafa gert mörg mistök í Írak.
3) Íslensk stjórnvöld bera ekki ábyrgð á hörmungunum í Írak.
4) Við erum sammála um að vera ósammála
Örvar Þór Kristjánsson, 6.5.2007 kl. 21:49
Þetta er óhuggulega fyndin setning Örvar:
"finnst það ógeðfellt hverng sumir vinstri menn reyna að nýta sér blóðbaðið í Írak í pólitískum tilgangi".
Hver var tilgangur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks með stuðningi sínum á innrásina í Írak? Hann var auðvitað pólitískur. Er það ekki eins ógeðfellt eða jafnvel verra. Ætlunin var að mig minnir að halda í einhvern her hér á landi. Man þetta illa. En hver gerir það svo sem?
Og hvernig getur það verið ógeðfelld að gagnrýna ógeðfelld pólitísk hrossakaup? Frekar réttsýnt að mínu mati.
Mín ráðlegging til þín Örvar er að íhuga rök þín og orð áður en þú ferð að dæma skoðanir annarra og líta vandlega á eigin forsendur áður. Það gæti nefnilega verið að þú sért að gagnrýna eigin skoðanir.
Það er líka megin gallinn á þessari massívu vinstri-hægri / stjórn-stjórnaraðstaða pólitíska standoffi. Menn verða að halda dauðahaldi í pólitísku línuna sína og gagnrýna aðeins hvorn annan en aldrei sína eigin hlið heldur trúa í staðfastri blindni og tína aðeins til það sem kemur hugsanlega höggi á andstæðinginn.
Og að lokum Örvar. Sá sem kaupir vörur sem unnar í barnaþrælkun ber ábyrgð á því að fyrirtækið hagnist á ósiðlegri starfsemi sinni. Það er til eitthvað sem heitir ábyrgð kaupandans. Og geri það einhver vitandi vits þá þykir mér það ógeðfelld hegðun. Rétt eins og íslensk stjórnvöld studdu stríð vegna eigin hagsmuna, vitandi um afleiðingar þess (hef aldrei heyrt um gott stríð).
Baldvin Esra Einarsson (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 23:06
Örvar - þú ert svo alvarlega vinstriveikur að ég held að þú ættir að drífa þig til læknis. Annar gæti þetta endað með því að allt þitt líf yrði til hægri sem gæti orðið vesen. Að gangast við því refjalaust að að við skitum uppá bak í Íraksmálinu gerir engan að verri manni. Það sýnir vitsmuni.
Pálmi Gunnarsson, 7.5.2007 kl. 14:18
Tel mig nú ekki þurfa á læknishjálp þó svo ég sé ekki á sömu skoðun og þú Pálmi. Okkur greinir á í þessu máli, ég tel okkur ekki hafa skitið uppá bak í þessu máli. Það er ekkert flókið mál. Ert þú að taka undir þau sjónarmið að íslensk stjórnvöld beri ábyrgð á blóðabaðinu í Írak? Ef svo er þá vísa ég læknisráðunum til föðurhúsanna. Hvernig væri að þú kæmir með rök fyrir máli þínu í stað þess að vera dónalegur. Skitum upp á bak út af hverju? Það er í lagi að vera ekki sammála er það ekki?
Það eru margir ósammála stuðningi okkar við innrásina í Írak. Gott og vel, það eru sjónarmið sem ég er ósammála en virði. Mér fannst það réttlætanlegt. Það er mín skoðun.
Ég er líka á þeirri skoðun að engin stríð eru góð en stundum eru þau nauðsynleg. Saga mannkyns er er lituð rauð með blóði stríðsátaka hvort sem okkur hefur líkað betur eða ver. Saddam Hussein var fjöldamorðingi sem myrti hundruðir þúsunda manna það deilir enginn um. Persónulega fannst mér það næg ástæða fyrir innrás, koma honum frá völdum. Eins og ég hef sagt áður gerðu BNA menn mörg mistök í þessu stríði, leysa upp íranska herinn og fara inn allt of fámennir.
Þetta er mín skoðun á þessu máli. Mér finnst það asnalegt að halda því fram að íslensk stjórnvöld beri ábyrgð á þessum hörmungum í Írak. Ekki voru þær minni hörmungarnar fyrir stríð.
Örvar Þór Kristjánsson, 7.5.2007 kl. 15:19
Það er alveg sama hvernig þetta er lagt upp Örvar, við lögðum innrásinni lið. Það þýðir ekki að hlaupast undan þeirri ábyrgð. Við fórum á þennan stórmerkilega lista yfir þæga meðreiðarsveina án leyfis frá þjóðinni og það sem er ennþá verra við brutum stjórnarskrárákvæði þar sem stendur skýrum að íslensk þjóð muni aldrei taka þátt í að bera vopn á aðra þjóð. Í mínum huga var það sorgardagur fyrir Íslenska þjóð þegar tveir illa stilltir kallar tóku það uppá sitt einsdæmi að skrá okkur í liðið hans Bush. Og varðandi innrásina sjálfa þá er það viðurkennd söguskýring í dag og mun fara þannig í sögubækur framtíðar, að innrásin í Írak var ólögleg, aðdragandi innrásarinnar vel úthugsað lygaplott. búið var fyrir löngu að úhluta liðinu hans Bush arðinum af uppbyggingunni og olían komin í réttar hendur. Að þú skulir mæla þessum fjanda bót er mér óskiljanlegt því ég efast ekku um að þú sért vel gerður og góður drengur.
Pálmi Gunnarsson, 7.5.2007 kl. 21:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.