Hægri sveifla í Evrópu

Sigur Sarkozy er í höfn. Franskur forseti sem leggur áherslu á frjálsan markað. Hann er sonur innflytjanda og vill aukin sveigjanleika og frelsi.

Angela Merkel kanslari Þýskalands er hægrisinnuð og þekkir sósíalismann af eigin raun frá upvaxtarárum sínum í austur-Þýskalandi.

Margt bendir til að David Cameron leiðtogi íhaldsflokksins í Bretlandi muni sigra í næstu þingkosningum.

Geir H. Haarde og Sjálfstæðisflokkurinn eru með sterka stöðu viku fyrir kosningar á Íslandi.

Í öllum tilfellum er um nýjar áherslur til hægri að ræða. Breytingar og endurnýjun einkenna sigurvegarana. Umhverfi, jafnrétti og frelsi einkenna stefnuskrár þessara hægriframboða.

Nú er að sjá hvernig til tekst eftir viku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Þór Helgason

Já, svo er þróunin alveg þveröfug í t.d. ríkjum S-Ameríku. Þar er vaða vinstrimennirnir uppi, ætli það sé vegna velmegunar og lífsgæða hér á Vesturlöndum þ.e. að menn kjósi þess vegna frekar til hægri?

Við tökum þetta létt næstu helgi engin spurning!

XD

Stefán Þór Helgason, 6.5.2007 kl. 21:47

2 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

ekki gleyma Svíþjóð Eyþór, nýkomin hægri stjórn þar líka

Guðmundur H. Bragason, 7.5.2007 kl. 01:18

3 Smámynd: Sigurjón

Mitt atkvæði er alla vega komið inn á borð kjörnefndar.  Ég kaus utan kjörstaða í Thailandi.  Það var lífsreynzla út af fyrir sig...

X-D!

Sigurjón, 7.5.2007 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband