Egill gleymdi VG í Árborg

Egill Helgason benti réttilega á þá þversögn að VG væri að berjast við umhverfisverndarsinna í Mosfellsbæ um leið og þeir teldu sig "eiga" umhverfivernd í pólítík. Egill bætti svo við að það væri eina bæjarstjórnarsamstarfið sem þeir væru í.

Því miður er það ekki svo; VG er í samstarfi við "gamla meirihlutann" í Árborg S og B lista. Þar er einmitt nýbúið að samþykkja stórhýsi í nágrenni við Mjólkurbúshverfið svonefnda þrátt fyrir mótmæli íbúana. VG fóru sérstaklega í hús í þessu hverfi og lofuðu íbúunum að stórhýsið yrði ekki reist í þeirra óþökk. Já og svo voru framlög til leikskólamála skorin niður í Árborg.  

Fyrir hvað ætla VG að standa í ríkisstjórn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Þú minnist ekki á að Vg er í einhverju samstarfi þarna í Mosfellsbæ.  Og getiði nú með hverjum?   Sá/sú sem kemur fyrstur með rétt svar fær ókeypis kaffi á kosningaskrifstofum djálistans og vlistans í Mosfellsbæ!

Auðun Gíslason, 7.5.2007 kl. 09:56

2 Smámynd: Sigurjón

Er það ekki ljóst fyrir hvað VG ætlar að standa fyrir í ríkisstjórn?:  STOPP!  Það er eitt af slagorðum flokksins...

Sigurjón, 7.5.2007 kl. 12:23

3 Smámynd: Hommalega Kvennagullið

Já STOPPUM hagsældina. STOPPUM ekkert atvinnuleysi.  STOPPUM að bankarnir skili miljörðum í kassan.  STOPPUM atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni.  En.. setjum gras og kletta í forgang :S

Hommalega Kvennagullið, 7.5.2007 kl. 13:13

4 Smámynd: Hommalega Kvennagullið

Og já sorry... Skilum RUV ???? Hverskona stefna er þetta??

Hommalega Kvennagullið, 7.5.2007 kl. 13:13

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ekki má gleyma orðum Sjs um að hætta öllum framkvæmdum við Kárahnjúka og láta mannvirkin standa þarna sem dæmi um heimsku mannsins og Ögmundur vill bankana úr landi.

Óðinn Þórisson, 7.5.2007 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband