Vinstri stjórnir stoppa stutt en stoppa margt á stuttum tíma...

Það er sama hvaða könnun er skoðuð, það er ljóst að mikil endurnýjun er framundan í þingliðinu. Er það ekki síst hjá Sjálfstæðisflokknum þar sem nýir þingmenn verða fjölmargir, enda hafa prófjörin skilað góðri nýliðun hæfileikafólks. Margir hafa spurt sig hvernig standi á því að þjóðin kjósi Sjálfstæðisflokkinn í þeim mæli sem reynslan sýnir. Er það ekki síst vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn er í sífelldri endurnýjun bæði málefnalega og í mannvali. Áherslurnar taka mið af breyttum tímum og þörfum hverju sinni. Endurnýjun verður að byggjast á góðum rótum og því er engin tilviljun að kosningabarátta Sjálfstæðisflokksins sé háð undir kjörorðunum: - Nýir tímar á traustum grunni.

Aðkoma Sjálfstæðisflokksins að næstu ríkisstjórn er þó langt í frá sjálfsögð, enda eru vinstri flokkarnir búnir að gefa það út að vinstri stjórn verði reynd til þrautar. Og þraut verður það. Þriggja flokka bræðingur er í eðli sínu erfitt stjórnarform. Á Ítalíu hefur verið hefð fyrir fjölflokkastjórnum sem hafa átt skamman líftíma. Reyndar er það svo að á Íslandi hafa vinstri stjórnir stoppað stutt, þótt stoppað hafi þær margt á stuttum tíma.

Á laugardaginn er kosið um framtíðina. Viljum við fara áfram inn í nýja tíma á traustum grunni eða viljum við fara aftur til fortíðar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Jæja, Eyþór!  Ertu nú búinn að lesa greinarnar eftir Indriða H.?

Auðun Gíslason, 10.5.2007 kl. 20:50

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Við viljum allavega hætta að láta ljúga að okkur!  Og lestu nú Indriða áður en þú ferð að sofa!

Auðun Gíslason, 10.5.2007 kl. 20:51

3 Smámynd: Þórir Kjartansson

Nýir tímar á traustum grunni?

Ætti heldur að vera sami grautur í sömu skál. Semsagt: Áframhaldandi stóriðja, eyðilegging á náttúruperlum, hátt gengi með tilheyrandi skuldasöfnun heimilanna og gjaldþrotum útflutnings og samkeppnisgreina, okurvextir, stríðsdekur, eignaupptaka í formi kvótakerfis og þjóðlendulaga, færsla á peningum frá þeim fátæku til hinna ríku o.s.frv. -  Það ætti ekki að vera vandi að velja á kjördag. 

Þórir Kjartansson, 10.5.2007 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband