Tveggja flokkar vinstri stjórn?

Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Stöðvar 2 sem gerð er af Félagsvísindastofnun eru vaxandi líkur á vinstri stjórn. Miðað við tölurnar geta vinstri flokkarnir myndað vinstri stjórn með Framsókn eða Frjálslyndum. Það sem vekur þó enn frekar athygli er hitt að vinstri flokkarnir eru hársbreidd frá því að ná hreinum meirihluta án atbeina þriðja aðila.

Það eina sem er verra en þriggja flokka vinstri stjórn er sennilega tveggja flokka vinstristjórn. Margir hafa sagt við mig að nú þurfi að styðja Framsókn til að verja ríkisstjórnina og margir munu sjálfsagt gera það. Geir H. Haarde leiðrétti þetta sjónarmið í sjónvarpinu og sagði sem satt er að eina ráðið til að tryggja áframhaldandi þáttöku Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn væri að setja X við D.

Yfirlýsingar Steingríms J. í vikunni staðfesta vilja vinstriflokkanna til að halda Sjálfstæðisflokknum utan ríkisstjórnar.
Kannanir sýna að yfirgnæfandi meirihluti kjósenda vill Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn.

Vonandi fær þjóðin ósk sína uppfyllta.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Eina ráðið til að halda helbláu risaeðlunni í skefjum er að kjósa vinstri flokkana! Hellum uppá könnuna! Fáum okkur kaffibandalag!

Auðun Gíslason, 10.5.2007 kl. 21:21

2 Smámynd: Gústaf Níelsson

Sé eitthvað að marka nýjustu spár, þarf að svara þeirri spurningu hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn er að tapa jaðarfylgi sínu á síðustu 5 dögunum fyrir kosningar. Kann einhver svör við því?

Gústaf Níelsson, 10.5.2007 kl. 21:45

3 Smámynd: haraldurhar

Sæll Eyþór.

    Hefur þú trú á að ef vinstir flokkarnir nái meirihluta, muni þeir fjölga um tvo bankastjóra í Seðlabankanum?

haraldurhar, 11.5.2007 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband