Tvöfaldur Suðurlandsvegur 2009?

Á fundi um Suðurlandsveg á Hótel Selfossi í vikunni vakti athygli þegar Þór Sigfússon forstjóri Sjóvár tímasetti möguleg verklok tvöföldunar vegarins. Fyrir rúmu ári síðan var enn tekist á um 2+1 lausn og möguleg verklok 2017 að sumra mati. Nú hefur kraftur verið leystur úr læðingi með samstöðu um tvöfaldan Suðurlandsveg og mögulega aðkomu atvinnulífsins. Þór lýsti því yfir að unnt væri að ljúka tvöföldun frá Reykjavík til Selfoss árið 2009.

Þetta verkefni sparar hundruði milljóna á ári, forðar slysum á fólki og styrkir Suðurland allt.
Úrslit kosninganna skipta máli með framhaldið, en það er að minnsta kosti komið á hreint hvað þarf að gera og hvenær það getur verið klárt.

Hver vill ekki tvöfaldan Suðurlandsveg 2009?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eg er þer hjartanlega sammála þessu Eyþor er ny komin frá USA og keyrði bara um 4150 km  bara á 2 földum og 3 földum vegum og og hvilikur munur/Maður er bara hræddur að keyra herna alltaf í Runeskri Rullettu /Kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 11.5.2007 kl. 16:40

2 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

En Eyþór var samgöngumálaráðherra ekki búinn að gefa vegamálstjóra skipun um að drífa þetta af s.s. tvöfalda Suðurlandsveg að Selfossi, ég er ekki alveg að skilja þessa umræðu og auglýsingar frambjóðenda um tvöföldun vegarins þegar vegamálastjóri á að vera að vinna verkið og svo við skulum skoða mjög vel það sem Sjóvá er að fara því að ég held að endalaus hringtorg á þjóðvegi 1 séu nú lítið annað en kostnaður og mengunarvaldur.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 11.5.2007 kl. 19:12

3 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Sæll Högni, takk fyrir athugasemdina. Þótt nú hafi verið stigið það mikilvæga skref að fela Vegamálastjóra hönnun vegarins er enn eftir að ákveða endanlega vegstæðið, fjölda og gerð gatnamóta og svo síðast en ekki síst; tímasetningar. Málið er einfaldlega svo ofarlega í hugum Sunnlendinga að það eitt og sér réttlætir umræðu með sveitarstjórnarmönnum (sem hafa skipulagsvaldið á vegstæðinu), frambjóðendum til þings (sem hafa fjárveitingavaldið) og svo fagaðilum svo sem Sjóvá.

Eyþór Laxdal Arnalds, 11.5.2007 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband