Jóhannes kýs D

Auglýsing Jóhannesar Jónssonar í Morgunblaðinu hefur að vonum vakið athygli. Sjaldgæft er að heilsíðuauglýsingar einstaklinga birtist fyrir kosningar, en þegar það hefur verið gert man ég helst eftir því að þá sé fólk hvatt til að kjósa EKKI viðkomandi framboð. Í þessari auglýsingu bregður hins vegar svo við að Jóhannes hvetur fólk til að strika yfir nafn Björns Bjarnasonar. Kemur það sjónarmið hans ekki á óvart.

Það sem mér finnst merkilegast er eindreginn stuðningur hans við Sjálfstæðisflokkinn sem hann styður. DV hefur á síðustu dögum stutt DS stjórn en Jóhannes tekur af öll tvímæli: Hann styður Sjálfstæðisflokkinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Finnst þér þetta boðlegt og standast lög um fjárreiður stjórnmálaflokka?

Gestur Guðjónsson, 11.5.2007 kl. 14:03

2 Smámynd: Bergur Þorri Benjamínsson

Ég hef lengni haft þær heimildir að Jóhannes væri flokksbundin. Með þessari auglýsingu tel ég að heimildir minar hafi verið staðfestar.

Mér finnst þessi auglýsing ekkert koma lögum um fjármál stjórnmála flokka við Gestur.

Bergur Þorri Benjamínsson, 11.5.2007 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband