Tími til að breyta

Um næstu helgi er tækifæri til breytinga.

Valið er skýrt: Óbreytt ástand húsnæðiskreppu og samgönguvanda eða aukið framboð á hagstæðum byggingarsvæðum og stórátak í samgöngumálum. Höfuðborgin hefur sofið á verðinum og verið aðal gerandi í húsnæðisskorti með því að útvega ekki lóðir. Það litla sem hefur verið byggt hefur fyrst og fremst verið á lóðum bankanna.

Borgin hefur verið með fyrirætlanir sem hafa ekki gengið eftir. Þessu viljum við breyta strax að loknum kosningum.

Einfalda stjórkerfið og spara þar fjármuni sem nýtast í þjónustu við íbúana. 

Húsnæðisverð hefur hækkað um 50%. Það er mikil kjaraskerðing fyrir þá sem kaupa eða þurfa að leigja íbúð. Leggst þyngst á láglaunafólk. 

Útsvarið er hæst í Reykjavík af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Það leggst á laun fólks. - Fasteignaskattar hafa hækkað um 50%. Það vegur þungt. 

Þessu ætlum við að breyta á fyrstu 100 dögum eftir kosningar. 

Það er mikilvægt að nýta kosningaréttinn.

X við D er öruggasta leiðin til að breytt verði um kúrs.
Það er kominn tími til að breyta í borginni. 


mbl.is Vill breytt stjórnkerfi og aðalskipulag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Húsnæðisverð hefur hækkað um 50%."

Hvað ætlar þú að gera til að lækka það?

Guðmundur Ásgeirsson, 20.5.2018 kl. 13:15

2 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Það segir sig algerlega sjálft að húsnæði á þéttingarstöðum í miðborginni verður aldrei ódýrt húsnæði, sbr. Hafnartorg.  Samfylkingin hefur hafnað úthverfunum sem framtíðarbyggingarsvæði.  

Sigríður Jósefsdóttir, 22.5.2018 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband