28.5.2007 | 13:41
Arfleifð Hitlers og reykingabannið
Þess er minnst í dag að 70 ár eru liðin frá "fæðingu" Volkswagen sem seinna var nefndur bjallan. Þessi bíll sem fékk hið alþýðlega nafn fólksbíll upp á þýsku varð vinsælasti bíll allra tíma. Dr. Porsche var fenginn í verkið og sagt er að þjóðernis-sósíalistinn Adolf Hitler hafi lofað "fólksbílnum" í kosningunum 1933 og skilyrði bílsins voru að hann bæri tvö fullorðna og þrjú börn, kæmist 60 mílur á klukkustund og færi það á tveimur gallonum bensíns. Verðið mátti ekki fara yfir 1,000 þýsk mörk. Þetta gekk eftir og árið 1972 náði svo bjallan því marki að verða vinsælasti bíll allra tíma.
Á föstudaginn kemur ganga svo í gildi nýleg lög um reykingabann á opinberum stöðum. Veitingastaðir verða þá án reyks um ókomna tíð á Íslandi. Rétt er að geta þess að mér persónulega líður mun betur á reyklausum stöðum. Fáir minnast þess, en upphafsmaður reykingabanns á opinberum stöðum var einræðisherrann alræmdi Adolf Hitler, en hann reykti hvorki tóbak né drakk áfengi. Hitler var meðvitaður um skaðsemi reykinga og lét banna reykingar fyrstur allra mörgum áratugum á undan öðrum. Það er fyrst núna á síðustu árum að sambærileg bönn hafa rutt sér rúms en í Kalíforníu var þetta innleitt 1994 sextíu árum á eftir Þriðja ríkinu.
Læt svo fylgja með gamla áróðursmynd frá millistríðsárunum þar sem þessu tvennu er spunnið saman: Hægt er að kaupa 2 milljónir VW bjalla fyrir það sem Þjóðverjar reykja.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:08 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- andres
- ellidiv
- hux
- hlf
- stebbifr
- bjarnihardar
- nielsen
- bingi
- jonvalurjensson
- sjalli
- villagunn
- hvala
- julli
- eyverjar
- borgar
- davidwunderbass
- otti
- eyglohardar
- austurlandaegill
- ranur
- baldvinj
- hrafnathing
- heimssyn
- gummisteingrims
- sinfonian
- seth
- dofri
- ingo
- kjarvald
- lubbiklettaskald
- fridjon
- hrafnaspark
- hlynurh
- harhar33
- viggo
- jonl
- ingibjorgelsa
- ekg
- zumann
- ural
- grazyna
- stefanthor
- agustolafur
- tommi
- jonasantonsson
- sveinnhj
- kiddip
- skotta1980
- beiker
- svenni71
- kolgrimur
- kristinhrefna
- vefritid
- almal
- arnith2
- satzen
- hilmarb
- thorbjorghelga
- sarcasticbastard
- rs1600
- ragnarna
- arnih
- nonniblogg
- pallvil
- margretsverris
- joningi
- juliusvalsson
- agny
- siggith
- jorunnfrimannsdottir
- ottarfelix
- havagogn
- sveinnt
- gummibraga
- baldurkr
- ellyarmanns
- maple123
- phoenix
- 730
- haukurn
- ahi
- godsamskipti
- dullur
- sigfus
- bofs
- omarragnarsson
- gattin
- sigjons
- gudrunmagnea
- jakobsmagg
- prakkarinn
- doddinn
- deiglan
- ragnar73
- postdoc
- sij
- bergrun
- noosus
- vild
- predikarinn
- davidg
- landsveit
- sigurjonsigurdsson
- sailor
- framsoknarbladid
- morgunbladid
- andriheidar
- mullis
- organisti
- iceman
- frisk
- eyjapeyji
- laugatun
- doriborg
- kjartanvido
- smali
- fannarh
- kolbrunb
- lth
- hafstein
- thoragud
- skodunmin
- gthg
- latur
- don
- ingabesta
- hannesgi
- turilla
- bjorgvinr
- alit
- gun
- partners
- binnag
- tharfagreinir
- isdrottningin
- brelog
- erlaosk
- bondakall
- tolliagustar
- konur
- domubod
- olinathorv
- koala
- gudjonbergmann
- karisol
- killerjoe
- marinogn
- vitinn
- kosningar
- id
- theodorn
- grimurgisla
- tryggvih
- jonarni
- dolli-dropi
- viktorbk
- zsigger
- zeriaph
- siggiulfars
- ver-mordingjar
- sigurjonth
- kiddirokk
- villithor
- gudfinna
- killjoker
- jonmagnusson
- hallurmagg
- vestfirdir
- bonham
- orri
- skarfur
- heiddal
- eyvi
- antonia
- heidathord
- reynir
- trainn
- ljonas
- bergurben
- haukari
- golli
- hannesjonsson
- jonaa
- rattati
- gesturgudjonsson
- elinora
- snorribetel
- gudni-is
- islandsfengur
- jaj
- ktomm
- arh
- gudbjorng
- uthlid
- halldorjonsson
- bleikaeldingin
- astamoller
- hector
- geiragustsson
- altice
- vilhelmina
- presturinn
- odinnth
- palmig
- skinkuorgel
- komment
- bene
- alfheidur
- isleifur
- thorsteinnerlingsson
- birkire
- oddgeire
- hjolagarpur
- sigurdurkari
- birgir
- hrolfur
- gisliivars
- geislinn
- unnar96
- steinig
- doktorper
- handsprengja
- millarnir
- perlaheim
- audureva
- photo
- jonasegils
- okurland
- hallarut
- saethorhelgi
- blekpenni
- addni
- silfrid
- rustikus
- sirrycoach
- manzana
- steffy
- gammurinn
- johnnybravo
- hugsanir
- ellasprella
- siggikaiser
- eythora
- villialli
- markusth
- kaffi
- kuriguri
- dvergholar
- glamor
- goldengate
- sigurjonb
- kht
- skallinn
- limped
- hemmi
- gullilitli
- almaogfreyja
- einarlee
- olafurthorsteins
- ziggi
- audbergur
- johannp
- fjola
- stormsker
- steinnbach
- ingolfur
- sigvardur
- hvitiriddarinn
- malacai
- hvirfilbylur
- sign
- lostintime
- hlekkur
- minkurinn
- 3englar
- rosaadalsteinsdottir
- mogga
- credo
- armannkr
- fannarg
- jon-o-vilhjalmsson
- ketilas08
- runirokk
- tulinius
- gotusmidjan
- hugs
- helgi-sigmunds
- must
- kje
- nkosi
- neytendatalsmadur
- vestskafttenor
- maggi270
- jonsnae
- solthora
- steinibriem
- gorgeir
- himmalingur
- askja
- liberal
- braids
- snorristurluson
- va
- baldvinjonsson
- tilveran-i-esb
- esb
- brv
- vibba
- saltogpipar
- sjonsson
- ibvfan
- arniarna
- fhg
- fsfi
- suf
- olijoe
- eho
- wonderwoman
- gunnarpalsson
- ljosmyndarinn
- mal214
- brandarar
- tilfinningar
- maggibondi
- gerdurpalma112
- brobba
- tori
- mummiskula
- kreppan
- taoistinn
- rynir
- lucas
- 170341
- arijosepsson
- gonholl
- valgeir
- juliusbearsson
- haddi9001
- sjalfstaedi
- saedishaf
- robertvidar
- carlgranz
- thorolfursfinnsson
- heim
- mis
- thorsteinnhelgi
- jonsullenberger
- axelaxelsson
- hinrikfjeldsted
- tibsen
- kerubi
- hjaltisig
- gylfithor
- drum
- jamesblond
- pjeturstefans
- kjoneden
- hallurg
- eggmann
- erla
- fletcher
- egill
- sigurjon
- obv
- gudjon
- asabjorg
- nonninn
- salvor
- toj
- sonurhafsins
- gudruni
- sax
- eythoringi
- hlynur
- jobbisig
- olofnordal
- lydur
- heidistrand
- einarstrand
- aglow
- herdis
- vga
- egillg
- ordid
- maggaelin
- gmaria
- tomasha
- agbjarn
- jakobk
- gunnaraxel
- toddi
- jax
- gudmundurmagnusson
- sigmarg
- halkatla
- bet
- seinars
- tofraljos
- kari-hardarson
- johannalfred
- eurovision
- heringi
- bbking
- gumson
- arnorbld
- athb
- bardi
- benediktae
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- brahim
- braskarinn
- eggman
- ejk
- jari
- einarbb
- emilkr
- erlendurorn
- evropa
- frjalshyggjufelagid
- morgunn
- gauisig
- gunnargunn
- noldrarinn
- vinaminni
- gustafskulason
- ammatutte
- hhraundal
- minos
- haddih
- daliaa
- stjornun
- jonarnarson
- bassinn
- josefsmari
- kuldaboli
- kij
- krist
- holmberg
- kristjangudm
- larahanna
- loftslag
- ludvikludviksson
- magnusg
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- gmc
- svarthamar
- iceland
- rafng
- ragnargeir
- reni
- samstada-thjodar
- fullveldi
- lovelikeblood
- joklamus
- siggifannar
- siggigretar
- siggisig
- nr123minskodun
- sisi
- zunzilla
- luther
- lehamzdr
- summi
- svanurmd
- spurs
- saedis
- saemi7
- tomasellert
- tryggvigislason
- valdimarjohannesson
- villidenni
- thjodarheidur
- thorrialmennings
- tbs
- nautabaninn
Um bloggið
Eitt og annað
Bækur
Bókaskápurinn
Nokkrar góðar...
-
Josef Joffe: Uberpower (ISBN: 0-393-06135-3)
Josef Joffe ritstjóri Die Zeit hefur kennt við Harvard og skrifað mikið í Foreign Affairs. Hér skoðar hann möguleika bandaríska heimsveldisins út frá sögunni. Joffe metur möguleika BNA út frá mismunandi valdahlutföllum sögunnar og bendir á hvernig þau gjörbreyttust um jólin 1991 við fall Sovétríkjanna. Í dag standa BNA á krossgötum sem skipta okkur öll máli. Uberpower er með bestu bókum um þetta efni.
***** -
Philip Ball: Critical Mass (ISBN: 0-09-945786)
Frábær bók sem tengir saman eðlisfræði fyrri og seinni tíma við mannlega hegðun og tölfræði. Vel læsileg og frjó vísindabók.
*****
Tenglar
Nokkrar heimasíður Íslendinga
fáeinar heimasíður einstaklinga á Fróni
- Birgir Ármannsson
- Egill og silfrið Púlsinn á pólítíkinni
- Aldís í Hveragerði Bæjarstjóri til fyrirmyndar
- EKG Góður og skeleggur málsvari Vestfjarða
- Þorsteinn J Alltaf góður
- Illugi á netinu Eldklár og skemmtilegur penni. Mætti gjarnan setja frábærar greinar sínar á vefinn.
- Helgi punktur is Mætti blogga meira. Gaman að Helga.
- www.bjorn.is Skrifar af einlægni og slær ekki slöku við
- eyþór punktur is gamla góða heimasíðan mín
- Össur skarpi Hinn eiginlegi formaður Samylkingar
Heimsóknarinnar virði
Fróðlegar vefsíður. Sumu er ég sammála - öðru ekki.
- Tvöföldun Suðurlandsvegar! Hér var yfir 25 þúsund undirskriftum safnað til að berjast fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar.
- Tíkin pólítíkin í öllu sínu kvennaveldi
- Deiglan Ein öflugasta pólítíska vefsíðan á Íslandi
- Frjálshyggjufélagið ómissandi vinkill í umræðuna
- Ahmadinejad bloggar líka.. Forseti Írans tjáir sig á vefnum.
- XD í Árborg
- Suðurglugginn á netinu Glugginn - sunnlenskt vikurit á netinu
- Suðurland punktur net Fréttasíða af suðurlandi með Dagskránni á pdf formi
- Suðurland punktur is Lifandi fréttasíða af suðurlandi
- Heimssýn Góð síða um Evrópusambandið og fullveldi Íslands
- Drudge Vinsæl bloggsíða um stjórnmál og dægurmál
- Hagstærðir og fleira gott. Hlekkjasafn um hagstærðir
- CIA factbook Góð síða til að fá stutt yfirlit um helstu hagstærðir ríkja.
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Af mbl.is
Erlent
- Rússar réðust á orkuinnviði á jóladag
- 39 létust í flugslysi
- Aukning varnarútgjalda kaldhæðni örlaganna
- Segja Norður-Kóreumenn hafa haft lítil áhrif
- Clinton kominn heim af sjúkrahúsi
- Skíðafólki bjargað með þyrlu
- Aldrei verið flogið nær sólu
- Komum þeim öllum heim
- Vélar American Airlines kyrrsettar um stund
- Ísrael gerir hvað sem er til að verja ríki gyðinga
Athugasemdir
Þetta er mjög fróðlegt,og synir að það var ekki allt vitlaust sem Hitler gerði,Reykti ekki drak ekki áfengi,en neitti eitthverra fikniefna þegar á leið/Kveðja halli Gamli
Haraldur Haraldsson, 28.5.2007 kl. 14:17
Ég reyki nú ekki og gleðst því yfir þessu, en mér er samt á margan hátt sama því ég fer bara ekkert inn á svona staði. Mér finnst þetta full mikið að banna svona algjörlega. Væri ekki hægt að lofa veitingamönnum sjálfum að ráða meiru í þessu máli?
Ásdís Sigurðardóttir, 28.5.2007 kl. 14:55
Hlaut að vera að Adolf Hitler hafi fundið upp á þessu......... og þennan Nasisma á að taka upp hér!!!!!
Skrifaði nú sjálf smá blogg um þetta sem kallast "mannréttindabrot?" Og fékk þar t.a.m. komment frá fyrrverandi krabbameinssjúkling sem hafði ýmislegt um málið að segja.
Ég er sammála henni Ásdísi hérna fyrir ofan, afhverju má ekki leyfa veitingamönnum að hafa eitthvað um málið að segja? Ég er ekki hlynnt Nasisma, og því er ég ekki hlynnt þessu banni!!!!
Eva Þorsteinsdóttir, 28.5.2007 kl. 16:45
Það eru til fleiri skemmtistaðir en einn Hallur minn, og einhversstaðar þurfa minnihlutahópar að eiga heima! Svo er til dálítið sem heitir valfrelsi, og get ég ekki séð að veitingamenn hafi fengið að nýta sér það! Af hverju er ekki bara byrjað á réttum enda í öllu þessu banni, og byrjað á því að banna bölvaldinn mikla sem allir virðast vera svona mikið á móti...... hættum að selja sígarettur áður en við förum að banna fólki að neyta þeirra!!!
Annars vil ég að það sé bannað að borða beikon..... það er óhollt, ógeðslegt, fitandi, æðaþrengjandi og ógeðslegt að horfa á fólk borða það..... hendum þessu fólki út á götu að naga beikonið sitt!!!!!!
Eva Þorsteinsdóttir, 28.5.2007 kl. 17:17
Hallur, hingað til hafa það ekki verið reykingamenn sem hafa ráðið hvernig 'andrúmsloftið' er á skemmti- og veitingastöðum heldur eigendur staðanna. En nú á s.s. að taka það vald af þeim og ákveða þetta fyrir þá.
Egill Óskarsson, 28.5.2007 kl. 21:06
Það er enginn að banna reykingafólki að vera á veitinga- og skemmtistöðum, þeim er bara bannað að reykja þar.
Mér finnst þeir sem eru andvígir reykingabanninu oft vera með hjákátlega útúrsnúninga, svo sem að það eiga að banna neyslu beikons og banna að borða snickers í strætó. Hvernig slík hegðun getur valdið heilsubresti hjá þeim sem standa þar nærri er mér ómögulegt að skilja.
Og það hefur kannski farið framhjá einhverjum að það er bannað að reykja á fjölmörgum öðrum stöðum, s.s. kvikmyndahúsum og skólum. Þetta mátti þó áður. Eru eigendur veitingahúsa rétthærri þegar kemur að því að samþykkja krabbameinsvaldandi andrúmsloft fyrir kúnna sína og starfsfólk?
erlahlyns.blogspot.com, 28.5.2007 kl. 23:56
Adolf Hitler!!!! Jæja bara jæja. Yndislegt að leggja kvaðir á menn og konur að ganga hans veg , nú rúmum sextíu árum seinna. Enginn sem sagt lært neitt, eða hvað.? Hvað varð um "Frjálst val" eða "Báknið burt"? Hvað getur ölstöfa sem auglýsir sig sem reykstofu mögulega gert fólki sem ekki reykir? Svaraðu því, samflokksmaður. Á kannski að banna öl líka á börum landsins? Guð minn góður hvað ég hlýt að vera vitlaus að halda að ég hafi eitthvað val lengur. Hvað næst Eyþór? Ertu orðinn "Staurblindur"?
Halldór Egill Guðnason, 29.5.2007 kl. 00:52
Rétt er það! Lítið hefur breyst og var fyrir fimmtíu árum, hundrað árum, fimm hundruð árum, þúsund árum osfrv.. það virkar alltaf sama formúan.
letti, 29.5.2007 kl. 01:10
Ég trúi því varla að reykingafólk líti á það sem mannréttindabrot að fá ekki að reykja ofan í okkur hin. Þetta eru snilldarlög.
kv
Helgi
HP Foss, 29.5.2007 kl. 01:26
Sæll Halldór Egill; kannski þyrfti að vera heimild í lögunum sem leyfði veitingamönnum að hafa undandþágur frá þessum lögum, enda eru þau á mörkunum að standast ákvæði um atvinnufrelsi. Hér er í raun lögleg athöfn (að reykja) bönnuð á stöðum sem ríkið á ekki. Hitt er svo annað mál að mikill meirihluti styður þetta bann. Best væri ef eitthvert afdrep væri áfram fyrir reykingarfólk. Allra best hefði verið að þetta hefði gerst án lagasetningar. Það er hins vegar alltaf fróðlegt að rifja upp hvaðan hugmyndir eru upprunar.
Við eigum kannski eftir að sjá reynsluna af þessu betur. "Einhvers staðar verða vondir að vera".
Eyþór Laxdal Arnalds, 29.5.2007 kl. 07:55
Talandi um arfleifð Hitlers. Var það ekki draumur hans að sameina Evrópu?
Gestur Guðjónsson, 29.5.2007 kl. 11:58
Reykingabann snýst um ferðafrelsi þeirra sem ekki reykja. Ef reykingar eru leyfðar á opinberum stöðum eru þeir sem ekki reykja og vilja ekki reykja neyddir til að reykja, - óbeint, þ. e., aðrir reykja ofan í þá.
Reykingamenn hafa fullt og ótakmarkað ferðafrelsi hvort sem reykt er eða ekki reykt á þeim stöðum sem þeir koma til. Þeim ætti að vera sama, elska reykinnn hvort eð er.
Meðan reykingar eru leyfðar eru þeir sem ekki reykja sviptir þessu frelsi á þeim stöðum þar sem reykurinn ræður ríkjum.
Ég sá á eftir fimm hljómlistarmönnum, vinum mínum, sem létustu úr krabbameini og töldu sérfræðingar að langlíklegasti valdur þess hafi verið óbeinar reykingar á vinnustöðum þeirra, reykfylltum sammkomustöðum.
Þetta voru Haukur Morthens, Ingimar Eydal, Stefán Jóhannsson, Svavar Gests og Elly Vilhjálms.
Einkum var það morgunljóst að Haukur lést ekki úr hálskrabbameini fyrir tilviljun, - sú tegund krabbameins sem felldi hann stafar nær eingöngu af reykingum.
Ég hef stundum líkt reykingafólkinu sem krefst þess að fá að reykja ofan í aðra við James Bond.
Bond hafði "licence to kill", - hann mátti skjóta bófana í nauðvörn.
Reykingafólkið hefur í raun, án þess að það hafi gert sér grein fyrir því, haft svipað leyfi til að drepa.
Munurinn hefur þó verið sá að það voru ekki bófar og illmenni sem fengu makleg málagjöld þegar afleiðingar óbeinna reykinga tóku líf fólks, heldur blásaklaust fólk sem tekið var af lífi af handahófi.
Ingmimar Eydal var afar ósáttur við örlög sín og lái honum það hver sem vill.
Hitler var illmenni sem ákvað strax þegar hann skrifaði Mein Kampf að útrýma Gyðingum. Á þeim tíma var ekki vitað um afleiðingar óbeinna reykinga.
Fróðlegt væri að velta fyrir sér hvað hann hefði gert ef hann hefði vitað um þessar afleiðingar.
Ég held ekki að hann hafi verið alvondur, - það er enginn, - og þess vegna orðið ákveðnari í að framfylgja reykingabanni.
En fyrir þá sem trúa því að hann hafi verið algert illmenni er freistandi að ímynda sér að hann hefði hætt við reykingabannið og skemmt sér yfir skaðsemi hinna leyfðu reykinga.
Ég biðst afsökunar ef mönnum finnst ég hafa gengið of langt í framangreindum hálfkæringi, en málið snýst því miður of oft um líf eða dauða.
Sjálfur hef ég innbyrt þvílík býsn af reyk á tæprar hálfrar aldar ferli sem skemmtikratur að ég verð að vera undir það búinn að taka því með gálgahúmor ef krabbinn bankar á dyrnar hjá mér þótt seint sé.
Ómar Ragnarsson, 29.5.2007 kl. 12:24
Þetta eru góðir punktar hjá þér Ómar og það veit ég að ég hefði viljað hafa Eldeyju frænku lengur hér á jörð. Hins vegar má spyrja: Mætti ekki einfaldlega skylda þá eigendur sem vilja hafa reykinn á sínum stað, til að setja upp áberandi skilti við innganginn um að hér inni sé reykt og hver og einn gangi inn á eigin ábyrgð? Það er einfaldlega ekki réttur fólks að fá að vaða inn á hvaða veitinga- og skemmtistað sem er. Svo mætti líka setja ákvæði í ráðningarsamninga þeirra sem sækja um vinnu á slíkum stöðum að þeir geri það líka á eigin ábyrgð, enda séu þeir orðnir fulltíða einstaklingar.
Bannið er einfaldlega brot á atvinnufrelsi þeirra sem eiga og reka veitinga- og skemmtistaði. Ég skil heldur ekki hvers vegna enginn hefur stofnað reyklausan bar ennþá. Það er algerlega ofar mínum skilningi. Ef ég keypti skemmtistað, myndi ég strax banna reykingar þar inni, hvort sem það væri löglegt eða ekki.
Þess má svo geta að ég reykti í 11 ár, en hætti þeim ósóma fyrir röskum 2 árum og var það vel. Ég hef mjög sjaldan farið út á krá, aðallega af þeirri ástæðu að ég þoli það ekki vegna reyksins. Mér dytti hins vegar ekki í hug að neyða eigandann til að banna eitt eða annað á SÍNUM stað, bara vegna mín...
Sigurjón, 30.5.2007 kl. 00:56
E.S.
Önnur ástæða fyrir sjaldgæfu kráarrölti mínu er hávaðinn sem skekur undirstöðurnar á sumum stöðum. Ég er viðkvæmur í eyrunum og þoli illa hávaða. Ætti ég að krefjast þess að það yrði lækkað í tækjunum, bara vegna mín? Mér finnst það bara frekja og yfirgangur.
Sigurjón, 30.5.2007 kl. 01:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.