Gamla krónan í fullu verðgildi?

Það var löngum lenska á Íslandi að krónan félli á ári hverju. Gengisfellingar einkenndu peningastjórnina enda fór svo að krónunni var kastað og svokölluð "nýkróna" tekin upp sem var 1/100 af þeirri gömlu. Í þá gömlu daga þegar mynt var notuð í fleira en stöðumæla var svo álkrónan tekin upp og var eftir því tekið að hún flaut á vatni. Það þótti ekki traust, enda voru gjaldmiðlar lengi vel tengdir við silfur og gullfætur eins og gulldalurinn og pundið sem kennt var við Sterling.

Nú ber svo við að krónan flýtur á ný þó það sé ekki á vatni. Frjálst flotgengi krónunnar hefur verið í nokkur ár og þrátt fyrir andstreymi hefur krónan sjaldnast verið eins "sterk". Það er að segja gengi hennar er hátt og gengisvísitalan í 112 sem er með lægsta móti. Háir stýrivextir halda krónunni "á floti" og þá er stóra spurningin hvað gerist þegar vextir lækka.

Það sem vekur síðan athygli manna er að á sama tíma og krónan styrkist hafa margar neysluvörur hækkað. Þegar tímarnir voru aðrir og gengislækkun var landlæg var talað um að vara væri á "gamla verðinu" og því ódýrari. Nú ber svo við að verð á innfluttum vörum lækkar ekki í takt við gengi eins og dæmin sanna á samanburði á neysluvísitöluni annars vegar og gengisvísitölunni hins vegar.

Er kannski erfiðara að lækka vörur en að hækka?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Jökulsson

Það fer svo fyrir brjóstið á söluaðilum að lækka vöruverð, það þýðir minni peningur í vasann.. jafnvel þó þeir fá sama peninginn í vasann þótt þeir lækki verðið. 

Sigurður Jökulsson, 29.5.2007 kl. 18:49

2 Smámynd: Sigurjón

Þetta eru allt meira og minna krimmar!

Sigurjón, 30.5.2007 kl. 00:38

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Það er fullkomlega við hæfi að gengisvísitalan sé sú sama og Neyðarnúmerið í landinu. Verðlag á vöru og þjónustu er orðið þannig að maður furðar sig stundum á að þarna skuli ennþá hafast við fólk.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 5.6.2007 kl. 02:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband