Orkan á ferð um Suðurkjördæmi

Alcan tryggði sér orku frá OR og HS áður en atkvæðagreiðsla fór fram um nýtt deiliskipulag í Straumsvík. Orkusamningarnir eru mikilvægir enda frumforsenda álrekstrarins. Það er því eðlilegt að Alcan reyni fyrir sér annars staðar þar sem fyrirtækið er velkomið. Á sama tíma er brostið á kapphlaup um yfirtöku á Alcan og eru amk. þrjú álfyrirtæki á höttunum eftir því. Stækkun á Íslandi er sjálfsagt mikilvægur þáttur, þó hann sé ekki hlutfallslega stór.

Uppspretta orkunnar sem Alcan tryggði sér er annars vegar fengin úr háhitaborholum úr Hengilssvæðinu við Hellisheiði og hins vegar úr neðri hluta Þjórsár. Hvoru tveggja er á framkvæmda og undirbúningsstigi. Hugmyndir um að nýta orkuna "í héraði" hafa verið áberandi á Suðurlandi, ekki síst í Ölfusinu, en bæjarstjórnin í Þorlákshöfn hefur verið stórhuga um margt að undanförnu. Nægir að nefna mislæg gatnamót og enduruppbyggingu "Þrengslana", vatnsverksmiðju sem fer vaxandi, hugmyndir um áltæknigarð, stórskipahöfn og svo stórfellda uppbyggingu á íþróttamannvirkjum. Ölfuss stendur vel sem sveitarfélag og nú eru bæjaryfirvöld áfram um að nýta landkosti sveitarfélagsins af fullum krafti. Það er því eðlileg niðurstaða hjá Alcan að leita til Ölfuss.

Nú er að sjá hverju fram vindur. Álver eru að spretta upp víða á landinu, en aðrir kostir eins og gagnageymslur bandarískra hátæknifyrirtækja eru líka innan seilingar. Þá er annar orkufrekur iðnaður eins og fullvinnsla áls og kísilvinnsla á hærri stigum einnig möguleg. Það verður því veruleg eftirspurn eftir íslenskri orku ef svo fer sem horfir.


mbl.is Alcan á Íslandi skoðar möguleika á að færa álverið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Bjartsýni, æska og von.  Skál!

Sigurjón, 30.5.2007 kl. 00:36

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þessi kjarni, Selfoss, Stokkseyri, Eyrarbakki og Þorlákshöfn og jafnvel Hveragerði á eftir að rísa hratt og þéttast saman á næstu  tveimur áratugum eða svo, mjög hentugt.

Sigfús Sigurþórsson., 30.5.2007 kl. 01:53

3 Smámynd: Sigurjón

Já, ég ætla að kaupa íbúð í Þorlákshöfn. 

Sigurjón, 30.5.2007 kl. 18:09

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Það er mjög gott að hafa þessa framtiðarsyn,það er ekki öllum gefið/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 30.5.2007 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband