Út að hlaupa

Ég er ekki einn um að hlaupa nokkra kílómetra á dag. Þetta virðist fara vaxandi hjá landanum. Stemmningin í kring um maraþonhlaupin er mikil og svo eru æ fleiri í hlaupahópum. Ég byrjaði að hlaupa fyrir alvöru fyrir ári síðan og tók þá malarafleggjarann við Hreiðurborg á morgnanna. það eru 3.2 km. Nú er ég að taka 5-10 km á dag, en er langt frá því sem margir jafnaldrar mínar geta í langhlaupum. Hlaup eru holl, sérstaklega í hófi. Margir vita sem er að fyrsti "maraþonhlauparinn hljóp með skilaboð frá Maraþon í Grikklandi hinu forna. Orrustan við Maraþon er reyndar ein sú frægasta í mannkynssögunni. Boðberinn náði að komast á leiðarenda, en sagan segir að þá hafi hann dottið dauður niður.

Allt er best í hófi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi H.

hlaup í hófi= oxymoron

Tryggvi H., 9.6.2007 kl. 13:30

2 Smámynd: Jón Lárusson

Held að Maraþon orustan sé frægust fyrir hlauparann. Hins vegar munu Aþenu búar hafa óskað aðstoðar Spartverja fyrir orustuna og sent hlaupara þangað. Hann hljóp eina 240 km á tveimur dögum og lifði af. Gott að hans skuli ekki minnst, það væri rosalegt ef öll þessi "maraþon" hlaup væru gerð út fyrir tveggjadaga dauðahlaup

Jón Lárusson, 9.6.2007 kl. 16:22

3 Smámynd: Halldór Sigurðsson

En hver voru skilaboðin ,sem hann dó fyrir ?

Halldór Sigurðsson, 10.6.2007 kl. 00:19

4 identicon

5-10 km ... smá munur á hvort það séu 5, 8 eða 10 híhí bara smá bögg :)

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 03:06

5 Smámynd: Jón Lárusson

Varðandi skilaboðin, þá má spyrja sig hvort ekki megi minnast hlauparans sem fyrsta fréttaritarans sem lét lífið við að flytja fréttir af átakasvæðum, en skilaboðin voru einfaldlega þau að Grikkir hefðu unnið.

Jón Lárusson, 10.6.2007 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband