G8

Í kalda stríðinu voru nær allir leiðtogafundir tengdir umræðu um kjarnavopn og varnarmál. Þó nú séu BNA og Rússland að deila um eldflaugavarnir á G8 fundinum, beinast augu flestra að umhverfismálum. Þjóðverjar hafa verið í fararbroddi í að styðja við notkun endurnýjanlegra orkugjafa og er til að mynda um helmingur sólarsellumarkaðarins í Þýskalandi. Japanir hafa verið öflugir líka, en Frakkar, Ítalir og Bandaríkjamenn hafa dregið lappirnar. Það er að segja ef Kalífornía Arnolds Schwarzeneggers er undanskilin. Reyndar er það svo að Frakkar eru sú þjóð sem framleiðir hlutfallslega mest rafmagn með kjarnorku og gerir einna minnst í umhverfismálum. Stofnþjóðir ESB eru því með ólíkar áherslur í umhverfismálum.

Stjórnmálaleiðtogar í Bretlandi hafa keppst við að vera sem "grænastir" á síðustu misserum, fara hjólandi og komið upp vindmyllum á heimilum sínum. Breland hefur oft verið miðja vegu milli ESB og BNA og verður fróðlegt að heyra innlegg Breta á ráðstefnunni.

Kínverjar og Indverjar eru stór þáttur í myndinni. Kína er að verða einn helsta uppspretta gróðurhúsalofttegunda og nýverið lýstu Kínverjar því yfir að efnahagsleg atriði væru mikilvægari umhverfismálum. Með öðrum orðum: Aðrar þjóðir verða að axla ábyrgðina vegna hlýnun jarðar.

G8 2007 mun varla ná sameiginlegri niðurstöðu um aðgerðir í umhverfismálum. Hitt er annað mál að þessi ráðstefna mun snúast mest um umhverfismál og mun svo verða áfram um hríð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Norðanmaður

Til hamingju með nýja fyrirtækið Eyþór. Þetta er framtíðin.

Norðanmaður, 7.6.2007 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband