Aðhalds er þörf

Velmegunarþjóðfélagið fær ábendingu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Ríkisútgjöld þykja of há. Þenslan á Íslandi virðist vera í rénun, en þó hægar en margir vonuðu. Nýjar verðbólgutölur benda til að enn sé talsvert í land til að verðbólgumarkmið Seðlabankans nái. Enda hækkaði krónan í dag.

Ríkisútgjöld eru margs konar. Sum eru fjárfestingar og margar þeirra eru aðrbærar. Þetta á við um samgöngumál, en óvíða eru jafn arðbærar fjárfestingar og einmitt í vegamálum. Þar á ofan bætist svo það að rekstrarkostnaður fjárfestinga í vegamálum er lítill. Vandi ríkissjóðs er frekar kerfislægur en hitt og sennilega eru mestu sóknarfæri í að hagræða í rekstri ríkisins. Nýta peningana betur.

Þetta verður eitt helsta verkefni ríkisstjórnarinnar á sama tíma og miklum úrbótum hefur verið lofað á mörgum sviðum. Megrunarkúr yfir línuna gengur því ekki.

Svona aðhald er kúnst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Segðu mér Eyþór. Ert þú til í að laun þín lækki úr nokkrum hundruð þúsundum á mánuði í sirka 150 þúsund? Ef þú og aðrir velborgaðir stjórnmálamenn samþykktu launalækkun í þá áttina þá ættu kjarasamningar verkafólks ekki að verða erfiðir!

Guðrún Magnea Helgadóttir, 11.6.2007 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband