700 þúsund á m2 ?

Í gær þótti 500 þúsund vera hátt fyrir 1 m2 í nýjum íbúðum fyrir aldraða í Reykjavík. Fréttir í morgun segja frá 1,9% hækkun á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu eða 4X verðbólga milli mánaða sem mældist 0.52%.

Þessa dagana er unnið langt frameftir kvöldum í Skuggahverfi, en þar mun hæsta íbúðarhús Reykjavíkur brátt rísa. Í dag var svo sagt frá verðhugmyndum seljenda og hafa þær vakið athygli. Sagt er á mbl.is í dag að dýrasta íbúðin verði nálægt 230 milljónum króna. Ef skoðaðar eru teikningar á www.101skuggi.is virðist sem stærsta íbúðin sé 313 m2 að meðtöldum geymslum. Þá má ætla að fermetraverðið losi 700 þúsund krónur og er það þá farið að nálgast það fermetraverð sem Björgólfur Thor greiddi fyrir Fríkirkjuveg 11. Það þótti afar hátt.

Fermetraverð í London er víða um 1 milljón á m2. Þó eru til dæmi um 3 milljónir og jafnvel upp í 6-7 milljónir í einstökum tilfellum. Miðað við nýjustu fréttir erum við að saxa hratt á London í höfuðborginni og er varla hægt að kenna íbúðalánasjóði um þessar hækkanir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Eyþórsson

Verðið er náttúrulega útúr kú en það sem mér finnst magnað í þessu er að þetta er annar áfangi þessa verkefnis og fyrstu húsin eru svo illa byggð að það er skömm að. Það er ekki langt síðan fréttir bárust af fallandi utanhúsflísum af einu húsi og fregnir hafa borist af fúski og ömurlegum frágangi á þeim húsum sem byggð voru fyrir kannski tveimur árum. Svona er þetta sumsstaðar í úthverfum Reykjavíkur s.s Grafarholti. Frábært að íslendingar hafi efni á dýrum og fínum íbúðum og/eða húsum en ömulegt finnst mér að græðgi og hraði þjóðfélagsins komi niður á handverki, sem hækkar með hverjum mánuðnum sem líður

Ómar Eyþórsson, 12.6.2007 kl. 20:48

2 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Ég átti leið þarna framhjá um daginn, og þetta er engin lygi; það hafa fjölmargar flísar losnað úr klæðningunni og dottið niður, jafnvel tugi metra þær sem efst hafa verið. Vegfarendur eru beðnir um að gæta að sér; hvorki bílþök né mannshöfuð hafa húmor fyrir steinflísum á hraðri niðurleið!!

Jón Agnar Ólason, 12.6.2007 kl. 21:42

3 Smámynd: Jón Lárusson

Sá þessa frétt og þótti ansi kostulegt verðlagið. Verð að segja það að ef ég ætti 200 millur plús, þá myndi ég ekki eyða því í blokkaríbúð í miðbænum. Jafnvel þó ég gæti horft á súldina umvefjast Esjuna í beinni sjónlínu af efstu hæð.

Handverkið er líka nokkuð sem hugurinn leitar til. Heyrði af kúadellu lottói fyrir austan. En þar var grabala skipt upp og belja sett inn á hann. Síðan "keypti" fólk reit og sá vann sem átti reitinn sem kúin skeit á fyrst. Spurning hvort ekki mætti halda úti svipuðu lottói á blokkunum í 101S, þannig að sá sem á síðustu flísin, hann vinnur. Menn gætu þá kannski fjármagnað kaupin með því.

Jón Lárusson, 13.6.2007 kl. 09:41

4 Smámynd: Jón Lárusson

Erfitt að geta ekki leiðrétt innsendan texta, en auðvitað var grasbala skipt upp en ekki grabala (hvað svo sem það gæti verið).

Jón Lárusson, 13.6.2007 kl. 09:43

5 Smámynd: Ragnar L Benediktsson

Þetta er nú meira ruglið, gott á landann sem er svo snobbaður að hann kaupir hvað sem er ef hann heldur að það sé fínt. 

Ég hef tekið saman fermetraverð í Búlgaríu, á Spáni og hér á Klakanum.

Fimm íbúðir 2 til 3. herb. í nýbyggðum fjölbýlishúsum eru lagðar til grundvallar

Búlgaría  101.200 hver fermetri

Spánn   141.555 hver fermetri

Ísland  291.964 hver fermetri

Björtu hliðarnar eru að því fleiri sem kaupa á uppsprengdu verði því fleiri hafa vinnu við að byggja, og maður tali nú ekki um alla innréttinga-smiðina sem svo smíða innvortisið í þessar íbúir allar.

Ragnar L Benediktsson, 13.6.2007 kl. 10:37

6 Smámynd: Sigurjón

Ég held að ég sé sammála síðasta ræðumanni.

Sigurjón, 17.6.2007 kl. 02:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband