Sigurður Guðmundsson

Það var glæsileg sjón að sjá nýtt höggmyndaverk Sigurðar Guðmundssonar listamanns rísa fyrir framan World Class. Verkið er unnið úr einum granítkletti sem er yfir 12 tonn að þyngd. Líkamar snertast og mynda rismikið verk sem á eftir að setja svip sinn á þetta "musteri líkamans" eins og Bjössi í World Class hefur kallað Laugar.

Ég kynntist verkum Sigurðar Guðmundssonar fyrst í Suðurgötu fyrir 30 árum síðan þegar ég kom þar með frænda mínum Steingrími Eyfjörð. Ég var strax hrifinn af hugmyndalist Sigurðar sem er í sérflokki. Undanfarið hefur Sigurður unnið mikið með stein og grjót. Árið 2000 var ég í dómnefnd Reykjavíkurborgar um árþúsundaverk borgarinnar. Dómnefndin var sammála um verk og valdi sjávargrjót sem væri meðhöndlað sérstaklega til að draga fram sérkenni og fegurð þess. Enginn dómnefndamanna vissi hver listamaðurinn væri, en svo kom í ljós að það var einmitt Sigurður Guðmundsson sem átti það. Ég hitti Sigurð í dag og hann sagði mér að honum þætti mjög vænt um þetta verk. Nú er komið annað verk fyrir almenningssjónir og á Bjössi í World Class heiður skilinn fyrir að standa að uppsetningu þessa verks sem er mjög glæsilegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband