MBF

Ég fór á fund hjá MBF á Hótel Selfossi í gær. Fundurinn var vel sóttur og fróðlegur. Fjöldi fólks tók til máls og var fróðlegt að heyra skoðanir og reynslusögur fundargesta. Athygli vakti að enginn bæjarfulltrúi úr meirihluta bæjarstjórnar Árborgar skyldi sjá sér fært að sækja þennan fund. MBF er skammstöfun fyrir Miðbæjarfélagið, en MBF er þekkt skammstöfun fyrir annað merkt félag: Mjólkurbú Flóamanna. Það er mikilvægt að hafa rætur og þekkja söguna. Þetta vita þeir sem standa að Miðbæjarfélaginu.

Einkaaðilar hafa sýnt þá framsýni að kaupa upp lóðir í miðbæ Selfoss. Því ber að fagna. Selfoss á einstakt tækifæri til að búa til fagran miðbæ við einstaklega fallegt brúarstæði og Ölfusá. Íbúarnir hafa sýnt þessu máli mikinn áhuga og er vert að gefa sjónarmiðum þeirra gaum. Lóðir bæjarins og bæjargarðurinn skipta hér miklu og er nauðsynlegt að íbúarnir fái að koma skoðunum sýnum á framfæri.

Fundur MBF samþykkti ályktun um framkomnar miðbæjarhugmyndir þar sem þeim er andmælt og lögð er áhersla á að vernda bæjargarðinn. Það skiptir miklu að sátt sé um miðbæ Selfoss og ég er þess fullviss að aðstandendur MBF eru á þeirri skoðun. Nú bíður það verkefni að ná þeirri sátt svo unnt sé að byggja upp glæsilegan miðbæ til framtíðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Nú bíður maður bara eftir framhaldinu. 

Ásdís Sigurðardóttir, 22.6.2007 kl. 18:21

2 Smámynd: Sigurjón

Það er satt hjá þér Eyþór að vert er að huga að rótum sínum.

Þegar ég hóf störf hjá MBF, var ég 20 ára gamall og nú, 9 árum síðar, er búið að breyta þessu í ,,MS Selfossi"!  Það er sumsé búið að breyta gamla, góða, vel rekna félaginu MBF í slæma, illa rekna félagið MS.  Þetta finnst mér öfugþróun og það sýnir sig strax hversu illa þetta fer af stað.

Áfram MBF! 

Sigurjón, 22.6.2007 kl. 21:36

3 Smámynd: Karl Tómasson

Miðbær er öllum sveitarfélögum nauðsyn.

Ykkar er nú þokkalegur minn kæri, ekki satt???

Kær kveðja frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 23.6.2007 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband