Moldrokið geimsæja

Það var eins og kviknað væri í jörðinni í gær. Molrokið var um allt og hef ég ekki séð það meira. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem svona mikið berst út á haf. Ég hef bloggað um þetta áður og sýndi þá einmitt gervitunglamyndir frá NASA til að sýna hversu mikið landfokið er út á haf. Einhverjir efuðust um að þetta gæti verið rétt og héldu að þetta hlyti að vera í sjónum, svo það er gott að þetta er staðfest hér af mbl.is með þessum MODIS myndum. Landfokið á Íslandi er það mikið að það er svipað að sjá utan úr geimnum og moldrokið á sléttum Kína og í Sahara. Báðir þessir staðir eru heimsþekktir fyrir þetta vandamál. 

Björn bóndi í Úthlíð vill láta stífla Hagavatn til að gamlir aurbotnarnir í kring fái raka í þurrkum. Það myndi sjálfsagt bæta ástandið, en víða er hætta á foki og uppblæstri.

Þetta hefur sennilegast ekki verið svona á þjóðveldisöld þegar landið var gróið frá fjöru til fjalls.


mbl.is Moldrokið á Suðurlandi sést utan úr geimnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Hér í Haukadal var moldrokið gríðarlegt í gær. Það var þó miklu minna en algengt var  fyrir nokkrum áratugum, því þrekvirki hefur verið unnið í landgræðslu á Haukadalsheiði. Alaskalúpínan á mestan þátt í hve vel hefur til tekist.

Ágúst H Bjarnason, 24.6.2007 kl. 08:39

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

það mætti að ósekju kosta til nokkurum miljlöðrum i landgræðsluna/Bændum á að borga fyrir það/og gera stór átak i þessum malum/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 24.6.2007 kl. 17:08

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku Eyþór. Óska ykkur Dagmar alls hins besta um komandi helgi. Sofnið aldrei ósátt þá er þetta í lagi. Blessun fylgi hjónabandi ykkar.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.6.2007 kl. 23:18

4 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Takk elsku Ásdís.

Eyþór Laxdal Arnalds, 27.6.2007 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband