Fordyri

Friðjón skrifar góða grein hér á bloggið um "kerfið" í BNA. Við Íslendingar gleymum því oft hvað við höfum það gott hér, en enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Þótt "kerfið" sé þungt á Íslandi þá kemst það ekki í hálfkvisti við flækjustigið hjá stjórþjóðunum. Ég kynntist þessu ágætlega í Bretlandi þegar ég bjó þar.

Til að geta leigt íbúð og sinna helstu nauðsynjum þarf bankareikning. Til að fá bankareikning þarf að sanna tilvist sína og vera auk þess með launað starf síðustu mánuðina. Engar kennitölur eru notaðar svo viðkomandi þarf að mæta með skriflegar sannanir á tilvist sinni en þær eru helst taldar vera prentaðir reikningar eins og fyrir síma og rafmagni. Til þess að vera rukkaður um rafmagn og síma þarf viðkomandi að vera með íbúð, en til að vera með íbúð þarf helst að vera með bankareikning. Til þess að fá laun (ef viðkomandi er kominn með vinnu) þarf að fá trygginganúmer. Til að fá trygginganúmer þarf að viðtal hjá vinnustofnun, en það getur tekið nokkrar vikur að fá að hitta þá. Þegar umsókn er gerð getur það tekið 1-3 tíma. Þá tekur annar starfsmaður við sem fer yfir umsóknina sem hinn starfsmaðurinn útfyllti. Hún er svo send í úrvinnslu og yfirferð. Það getur tekið 2-3 mánuði, jafnvel lengur ef eitthvað hefur verið gert vitlaust.

Þegar trygginarnúmer er loks fengið er það skýrt tekið fram að það gildir ekki sem sönnun fyrir persónu (no id). Lífeyrisgreiðslur eru þá dregnar af kaupi og rennur það í heilbrigðis- og trygginakerfið öfugt við lífeyriskerfið á Íslandi þar sem hver og einn á persónulega inneign. Þegar viðkomandi persóna flytur burt verða svo lífeyrisréttindin eftir í Bretlandi. Kannski ekki vanþörf á þar sem mikill halli er á málaflokknum þar í landi eins og víða annars staðar.

Sem sagt fyrst vinnu í 3 mánuði, svo trygginganúmer sem fæst eftir aðra 3, svo íbúð og safna reikningum í 2 mánuði amk og þá er hægt að sækja um bankareikning.

Vildi bara rifja þetta upp því það er svo miklu, miklu einfaldara að fá kennitölu og bankareikning á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Skárra væri það nú. Þeir eru 300 milljónir við erum 300 þúsund. Samt er kerfið hér alltof þunglamalegt í mörgum tilfellum þannig að þetta er ekkert til að hreykja sér af.

Dæmi um stirðbusahátt : Maður situr í banka fyrir framan þjónustufulltrúa með debetkortið í höndunum með mynd af eigandanum til að sanna hver hann er,  en nei það er ekki nóg, debetkortið telst ekki til skilríkja þannig að maðurinn þarf að framvísa vegabréfi eða ökuskírteini. 

Þóra Guðmundsdóttir, 27.6.2007 kl. 22:36

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

er það ekki samt skárra heldur en 8 mánaða próses?

Fannar frá Rifi, 27.6.2007 kl. 23:12

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ELSKU EYÞÓR OG DAGMAR.   INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN Í DAG.  MEGI FRAMTÍÐ YKKAR VERÐA BJÖRT OG UPPFULL AF GLEÐI.

Ásdís Sigurðardóttir, 30.6.2007 kl. 13:05

4 Smámynd: kaptein ÍSLAND

við erum kennitala eða kennitölur,það er allaveg það sem þarf að slá inni sumar tölvur í bönkum til að sanna tilvist okkar ,og ofast rennur kennitala mín í gengur hundrað tölvur á dag,Cereal Killer: FYI man, alright. You could sit at home, and do like absolutely nothing, and your name goes through like 17 computers a day. 1984? Yeah right, man. That's a typo. Orwell is here now. He's livin' large. We have no names, man. No names. We are nameless!

kaptein ÍSLAND, 1.7.2007 kl. 13:50

5 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Ég óska ykkur hjónunum til hamingju þó seint sé.

Það eru margir sem halda því fram að Sjálfstæðisflokkur sé flokkur sem vilji ekki velferðarkerfi. Ég hef haldið því fram að sjálfstæðisflokkurinn hafi alltaf stutt veleferð og uppbygging þess á viðreisnarárunum var ekki eingöngu verk Alþýðuflokksins. Það sem ég tel að sjálfstæðisflokkurinn standi fyrir er heilbrigð skynsemi þ.e. að gætt sé fyllsta sparnaðar og ekki sé þjóðfélaginu snúið á hvolf þannig að beinlínis sé verra að vinna en að vera á bótum.

Hagkvæmni má ná fram með einkaframkvæmd á vissum sviðum.

Á þessum skrifum þínum má ráða að ég hafi ekki misskilið hlutina þó áhersla hafi verið lögð upp á síðkastið að efla atvinnulífið sem stendur undir allri velferð.

Jón Sigurgeirsson , 7.7.2007 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband