Orkan verði nýtt í héraði

Hvergi er meiri orka en á Suðurlandi. Á það ekki bara við um menn heldur ekki síður um endurnýjanlega orku sem nýtt er til orkufreks iðnaðar. Miklar væntingar hafa verið um að raforkan sem unnin verður á Suðurlandi verði notuð á Suðurlandi. Nýlegt SASS þing ályktaði um þetta og nú munu Sjálfstæðismenn í Árborg leggja fram tillögu þessa efnis fram á næsta bæjarstjórnarfundi. Ölfusið hefur verið í fararbroddi við að gera allt til alls svo unnt sé að stunda orkufrekan iðnað. Nálægð Ölfus við orkulindir Hellisheiðar gera það ákjósanlegt en svo má heldur ekki gleyma því að Þorlákshöfn hefur góða höfn sem auðvelt er að stækka. Þá er kælivatn í miklum mæli og nálægð við stórar byggðir. Önnur sveitarfélög á Suðurlandi mættu taka sér frumkvæði Ölfyssinga til fyrirmyndar, en ekki er síður mikilvægt að menn standi þétt við bakið á þeim sem sýna frumkvæði í verki. Vonandi verður sem allra mest af virkjaðri orku úr Hengilssvæðinu og Þjórsá nýtt á Suðurlandi. Það er ekki bara byggðapólítík, heldur jafnframt umhverfispólítík. Því lengri leið sem menn vilja leiða rafmagnið; þess meira þarf að byggja af umdeildum háspennulínum. Það ætti því að nást full sátt um þetta mál hvar í flokki sem menn kunna að standa.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband