Hvert er hlutverk ríkisins?

Alþingi setur lög og dómstólar dæma, en það sem við köllum í daglegu tali "ríkið" hefur einkarétt á mörgu meðal annars skatt- og tollheimtu og fer með framkvæmdavald laga.

Íslenska ríkið hefur hætt í einkarekstri símaþjónustu, bankareksturs og lagt niður Verðlagsráð, en er enn nær einrátt í heilbrigðisgeiranum, menntakerfinu, orkugeiranum og í samgöngum.

Íslenska ríkið rekur flugvelli, flugstöð Leifs Eiríkssonar og meira að segja verslun á eina alþjóða flugvellinum. Sagt er að helmingur snyrtivara sé seld af íslenska ríkinu í flugstöðinni einni saman. Hinn helmingurinn er seldur af hundruðum verslanna sem einkaaðilar reka. Ríkið fær þó sinn 24,5% vask af hverri sölu þar.

En íslenska ríkið gerir fleira:

Fjárhættuspil er bannað með lögum, en þó er ákveðnum aðilum veittur réttur til að starfrækja fjárhættuspil. Þeir sem njóta einkaréttar til rekstur fjárhættuspila eru aðilar eins og Háskóli Íslands og Íslensk Getspá.

Áfengi og tóbak er háð einkasölu ríkisins. Aðrir mega ekki stunda viðskipti með þessi efni nema með sérstökum leyfum. Íslendingar versla í "ríkinu".

Ríkið er löggjafinn og setur lög um fjárhættuspil og sölu löglegra og ólöglegra fíkniefna.

Ríkið er eftirlitsaðilinn .

Ríkið er rekstraraðilinn.

Getur verið að hér séu hagsmunaárekstrar?

Eða hvernig skilgreinum við hlutverk ríkisins?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Valdimar Ólafsson

Sæll Eyþór

Góð færsla já þér og tímabær.  Þetta eru hugleiðingar sem höfða til allra, ekki bara hægri heldur líka miðju og vinstrimanna.   Nú er ríkið ekkert annað en sameiginlegur sjóður okkar landsmanna og eins og með aðra sjóðamyndun þá er hún yfirleitt nauðsynleg. Við höfum t.d. komið okkur upp lífeyrissjóðum til þessa að annast það hlutverk að tryggja okkur lífeyri á elliárunum.  Sem betur fer hefur það hlutverk sjóðanna ekki gleymst heldur aðeins eflst á síðustu áratugum en markmiðið er tært og auðskilið. Þegar kemur að hlutverki ríkissjóðs er merkilegt hve miklar skotgrafir menn hafa byggt.  Vandinn við skotgrafir er að þær gegna hlutverki á ófriðartímum en eru vita gagnslausar á friðartímum.  

Það vantar sárlega að setja fram af hálfu sjórnmálaaflanna, hvort sem þau eru til hægri eða vinstri þau princip, þær meginreglur sem á að beita að þeirra mati.  Það er einkenni á íslenskri umræðu að tala um hvert einasta mál sem einstakt og sleppa heildinni. Sumir stjórnmálamenn kuna ekki að móta og setja fram stefnu , þeir eru svo ofboðslega uppteknir af núinu.  

Sem pólitískt þenkjandi maður vil ég endilega að skoðanaskipti séu á grunni meginegla en ekki  alltaf á míkróskópísku level um hvort leyfa eigi sölu áfengis í almennum verslunum, þessa virkjun eða hina .... .    Við erum föst í hinu daglega röfli  og umræðunni þarf að "lyfta á hærra plan" eins og Nóbelsskáldið sagði.  

kær kveðja

Sveinn

Sveinn Valdimar Ólafsson, 13.11.2007 kl. 10:32

2 Smámynd: Kári Harðarson

Ég spurði svipaðrar spurningar á mínu bloggi fyrr á árinu en það varð fátt um svör.

Ef við gætum svarað þessari spurningu þannig að þjóðarsátt næðist um það yrði lífið á Íslandi mun einfaldara.

Embættismenn myndu vita hvert þeirra hlutverk væri.  Stjórnmálamenn gætu mætt í vinnuna og gert  gagn frá 9-17 í staðinn fyrir að vera alltaf eins og í mælskukeppni í menntaskóla.

Kári Harðarson, 13.11.2007 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband