ESB til fyrirmyndar?

Óendurskoðaður alríkisrekstur 13 ár í röð!

Hvernig geta menn réttlætt þetta?

Viljum við borga skatt til ESB?


mbl.is Endurskoðendur neita að skrifa undir reikninga ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Lárusson

Rétt, ESB stendur ekki fyrir beinni skattheimtu, hins vegar eru skattar aðildaríkja eyrnamerktir ESB. Þannig að í stað þess að ESB gangi um og rukki fólk, þá sendir það bara handrukkara

Jón Lárusson, 13.11.2007 kl. 12:23

2 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Sæll Jón: Það er reyndar rétt að ESB lætur aðildarríkin um skattheimtuna fyrir sig, en áætlað er að ESB eyði um 10 þúsund milljörðum á þessu ári. Eftirlit með þessum útgjöldum er það lítið að endurskoðendur hafa ekki fengist til að staðfesta árskreikninga Sambandsins í 13 ár.

Allt þetta fé er fengið með skattheimtu meðal annars af hlutfalli virðisaukaskatts sem ella hefði farið í ríkissjóð viðkomandi ríkja. Með aðild Íslands þyrftum við að innheimta sérstakan Evrópuskatt eins og hin aðildarríkin. Hvernig hélstu að tekjur ESB yrðu til?

Kíktu á:

http://en.wikipedia.org/wiki/European_Union_Budget

Eyþór Laxdal Arnalds, 13.11.2007 kl. 12:24

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Við þurfum að fá að vita hvað er í boði! Við getum ekki tekið afstöðu fyrr en við vitum hvað er í boði! Þenna söng kratanna er ég búinn að hlýða á andskoti lengi og er orðinn alveg hundleiður.

Ekki hefði mig grunað það 8 ára gamlan á Þingvöllum 17. júní 1944 að ég ætti eftir að heyra svona boðskap frá flokki "alþýðunnar" á Íslandi.

Þeir bíða eftir því að boðið verði í! þetta land.

Sjálfir eru þeir komnir hálfa leið yfir sundið í huganum með allt sitt hafurtask.

Þvílíkir andsk. aumingjar. 

Árni Gunnarsson, 13.11.2007 kl. 14:09

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Sem leiðir hugann að öðru. Evrópusambandssinnar tala gjarnan um að aðeins svo og svo margir starfi fyrir Evrópusambandið, en staðreyndin er þó sú að langstærstur hluti starfsemi þess er framkvæmdur af fjölda embættismanna sem vinna fyrir aðildarríkin að nafninu til. Þeir sem starfa með beinum hætti fyrir sambandið eru nógu margir, einhverjir tugir þúsunda allavega, en eru engu að síður aðeins toppurinn á ísjakanum.

Hjörtur J. Guðmundsson, 13.11.2007 kl. 22:51

5 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Sæll Eyþór: Þetta er alveg rétt hjá þér, reka gegndarlausan áróður gegn ESB þótt það hafi innleitt gífurlegar réttarbætur fyrir almening hér á landi og hækkaði lyfistandardinn um 15-20 % ef við færum eftir reglum þess eins og við höfum skuldbundið okkur til.

Miklu betra að vitna í reglur EES og EFTA þegar það hentar okkur. Og brjóta tilskipanirnar svo gengdarlaust í Sveitarstjórnar og Landslögum.

Eigum við kannski að hafa þetta bara eins og við viljum hafa það, eins og ágætur þingmaður sagði við mig, sem ég var að vinna fyrir.

Ég spyr á móti hverjir erum við og hvernig viljum við hafa þetta !!!!!

Steini Pípari

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 14.11.2007 kl. 01:21

6 Smámynd: Íris Mjöll  Valdimarsdóttir

Sammála síðasta ræðumanni. Ákveða þarf einhvern grundvöll á málinu og íhuga alla hluti mjög vel áður en ráðist er til framkvæmda !!!

Íris Mjöll Valdimarsdóttir, 14.11.2007 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband