Hvað er sólarkísill?

Unnið er að undirbúningi að kísílhreinsun í Þorlákshöfn og hafa sumir spurt mig hvað sólarkísill sé. Í stuttu máli er Kísill (SI) algengt frumefni sem finnst í náttúrunni. Hreinsaður kísill er notaður í örgjörva í tölvur og þaðan er heitið "Kísildalur" eða Silicon Valley komið á tæknisamfélagið í Kalíforníu í nágrenni San Francisco. Sólarkísill (Polysilicon) er unnin með flóknum efnafræði ferlum þar sem hann vex sem kristall. Skortur er á þessu hráefni um árabil.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

 Lokaorð mín til þín á þessu ári kæri bloggvinur eru frá Nelson Mandela sem setur sig yfir eigin þarfir og hugsar sig sem heildina. Boðskapur inn í hið nýja ár sem á erindi til okkar allra.

Steina

Okkar dýpsti ótti er ekki að við séum vanmáttug.

Okkar dýpsti ótti er að við erum óendanlega máttug.



Það er ljósið innra með okkur ekki myrkrið sem við hræðumst mest.Við spyrjum sjálf okkur hvað á ég með að vera frábær, yndisfögur, hæfileikarík og mikilfengleg manneskja.



Enn í raun hvað átt þú með að vera það ekki?



Þú ert barn Guðs.



Það þjónar ekki heiminum að gera lítið úr sjálfum sér.

Það er ekkert uppljómað við það að gera lítið úr sjálfum sér til þess að annað fólk verði ekki óöruggt í kringum þig.



Við fæddumst til að staðfesta dýrð guðs innra með okkur, það er ekki bara í sumum okkar, heldur í hverju einasta mannsbarni.Og þegar við leyfum ljósinu okkar að skína, gefum við öðrum, ómeðvitað, leyfi til að gera slíkt hið sama.Um leið og við erum frjáls undan eigin ótta mun nærvera okkar ósjálfrátt frelsa aðra.

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.12.2007 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband